Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 72
'72
ÖFEIGUR
aði afköst sín við að höggva kol. Af þessu litla atviki
varð þjóðarvakning, enda blés Stalin að kolunum eftir
mætti. Nú risu upp í hverri iðngrein af annarri nýir
spámenn, vinnugarpar, sem beittu verkvélunum með
þeim árangri, að afköstin voru aukin stórkostlega. Leið
ekki á löngu, þar til öllum þorra verkamanna og miklu
af skrifstofufólki var borgað kaup eftir hinum nýju
fyrirmælurn ákvæðisvinnunnar. Jafnframt þessu var
lögð stund á að bæta lífsskilyrði verkamanna. Vinnu-
aginn var aukinn með breytingum á stjórn verksmiðj-
anna. Mörgum verkamönnum í Rússlandi var í fyrstu
lítið gefið um þessa nýbreytni, en sá mótþrói var bæld-
ur niður með því að láta þess óspart getið, að Stak-
hanov hafi fengið spámannsinnblástur sinn beint úr
ræðu Stalins, þeirri sem vitnað er til hér að framan.
Grundvöllur rússneskrar ákvæðisvinnu er fundinn
með því að ákveða, hvað sé ákvæðisafköst meðalverka-
manna við meðalvinnuskilyröi. Síðan er kaup annarra
miðað við þetta alinmál. Sumir fá minna, aðrir meira,
allt eftir vinnudugnaði, sem kemur fram í mælanleg-
um afköstum.
Hér á landi er þessi Ford-Stalin-Stakhanov-aðferð
engan veginn alger nýjung. Hiutarsjómennskan er eins
konar ákvæðisvinna. Framleiðsla bænda í mjólkurbú-
um og sláturhúsum er verðiögð eftir afköstum og vinnu-
gæðum. Milli heimsstyrjaldanna beitti húsameistari rík-
isins, Guðjón Samúelsson, ákvæðisvinnu við fjölmarg-
ar opinberar byggingar, eftir því sem venjur og lands-
hættir leyfðu. Nú hefur vinnuhraðinn og verkdugnað-
ur í landinu minnkað stórlega á undangengnum stríðs-
og stríðsgróðaárum, og það svo rnjög, að hugsandi mönn-
um stendur stuggur af. Er það eitt hið mesta stórmál
hér á landi að endurskapa vinnudugnað og vinnugleði
í landinu. Bíður þjóðmálamanna á íslandi sami vandi nú
eins og Stalins, er hann hélt sína nafntoguðu ræðu fyr-
ir 17 árum. Er hér á landi hægara um vik í þessu efni
sökum hinna margháttuðu verkvéla, sem landsmenn
hafa nú fengið, flestar frá Ameríku, móðurlandi nú-
tíma ákvæðisvinnu. Má í þessum efnum hefja vinnu-
bragðabreytingu í öílum þeim starfsgreinum, þar sem
vélum er beitt til stórra muna. Þessi breyting er engu
síður nauðsynleg hér en í stóru löndunum. Smáþjóð-
irnar eiga nógu erfitt í samkeppni við volduga nábúa,