Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 26
26
ÓFEIGUR
aðhafast án ábyrgðar það, sem væri bannað. Næsta
haust kemur tillaga þessi væntanlega til meðferðar á
alþingi. Ef þingið eða ríkisstjórnin vilja ekki banna vín-
drykkjur kennara og skólanemenda eða forráðamenn
háskólans taka ekki sjálfir upp þann góða sið að halda
áfengi burt úr skólanum, þá er algerlega óhjákvæmi-
legt að hætta öllu skólabindindi og láta sér vel líka
samdrykkjur nemenda, kennara og vina þeirra, hvar
sem menn vilja lifa þess háttar lífi. Þjóðin verður að
skilja, að þeir tímar eru liðnir, þegar hægt var fyrir
tiltekna einstaklinga og stéttir að leyfa sér öfgar og
lausung í daglegum háttum með þeim rökstuðningi, að
lærdómur þeirra eða lærdómsstig heimili forréttindi,
svo sem í meðferð eiturlyf ja. Annað hvort verða nem-
endur í öllum skólum að drekka og tileinka sér eðli
samdrykkjunnar eða háskólinn verður að taka upp
vinnulag annarra skóla og fylgjast á þann hátt með
hinum viðurkenndu siðareglum menntaðra manna.
XXVIII.
Flugstarfsemin er hér í bernsku og slysin allt of tíð.
Erfiðleikar landslags og veðráttu eru gífurlegir. Flug-
mennirnir eru yfirleitt vaskir menn en þeir hafa num-
ið mennt sína undir gerólíkum skilyrðum og auðveld-
ari, heldur en þeir eiga hér við að búa. Um sama leyti
og tillaga þessi kom fram, gerðu sumir af beztu flug-
mönnunum sömu kröfu. Hefir flugmálastjórnin hafizt
handa um framkvæmdir í þessa átt. Verður aldrei of
mikið gert að því að auka öryggi flugferðanna hér á
landi.
XXIX.
Ölafsdalsskólinn hefir verið bezti bændaskóli á land-
inu. Ekki eingöngu af því að Torfi Bjarnason var ó-
venjulegur maður, því að hið sama má segja um ýmsa
aðra forkólfa bændamenntunar. Yfirburðir kennslunn-
ar lágu í því, að Ólafsdalur var fyrirmyndarbú, þar
sem Torfi sýndi í verki öll vinnubrögð í samræmi við
þjóðlegar fyrirmyndir og fordæmi frá öðrum lönd-
um, einkanlega frá Englandi. Islenzku húsmæðraskól-
arnir hafa gengið sömu götu og Torfi og náð, eins og
hann, góðum árangri. Hin daufa aðsókn að bændaskól-