Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 33
ÖFEIGUR
33
að opna fegurðarhehna byggða og öræfa í nálægum hér-
uðum. Breytingar um tækni í verklegum efnum eru nú
mjög örar en íslenöingar afskektir og fámennir, Eiga
forráðarnenn framkvæmdanna hér á landi oft mjög
erfiða aðstöðu að fylgjast með framförum hinna stærri
þjóða. Lagði ég til að forráðamenn ríkisstofnana sem
standa fyrir kostnaðarsömum framkvæmdum, fengu
á ári hverju nokkurn styrk til að kynnast erlendri þró-
un framkvæmda í sérgreinum sínum. Hafði mér skömmu
fyrir síðasta stríð tekizt að útvega Árna Eyíands slíka
aðstöðu til kynnisferðar í Ameríku. Var Árni þá sá
maður á Islandi, sem hafði langmest áhrif á innkaup
og val búvéla fyrir bændur. Bar sú för stórkostlega
mikinn árangur og var fyrsta skrefið í hinni hröðu
þróun vélanotkunar við sveitabúskap hér á landi. Ekki
gekk þingmönnum vel að skilja þetta, en neyðin kenn-
ir naktri konu að spinna og mun svo enn reynast. Ný-
verið kom hingað til lands sænskur búfræðimaður, sem
hefir sýnt í landi sínu, að með tiltekinni heyverliun er
hægt að fá töðuna óskemda í hlöðu þó að þurkana vanti.
Landbúnaðarráðherra og stjórn Bún.félags íslands
vildu engu til kosta að fá hingað þennan þýðingarmikla
mann. Þetta er skiljanlegt og á við fleiri en trúnaðar-
menn bænda. Einangrunin veldur því að svo margir vita
ekki hvers biðja ber.
Eftir að þjóðin hafði heiðrað minningu tveggja höfuð-
skálda með virðulegum legstað á Þingvöllum mátti telja
sjálfsagt að hlynna að minningu fleiri skálda og snildar-
manna, svo að sýnilegt væri að þjóðin héldi minning
þeirra í heiðri. Bar ég þá fram tillögu um að gerð væri
samskonar grafhellur yfir nokkur skáld eins og steypt-
ar hafa verið yfir leiði tveggja stórskálda á Þingvöllum
Tilgangurinn sá, að hér væri um að ræða byrjun á
viðurkenningu, sem næði til margra þjóðnýtra manna,
jafnt kvenna sem karla. Þingið samþykkti fjárveitingu
í þessu skyni, í heimildarformi en Eysteinn Jónsson
hefir ekki sint málinu. Furðuleg þjóð er það, sem veit-
ir árlega meira fé í einskonar heiðurslaun til Þorbergs
Þórðarsonar, fyrir ritstörf hans, heldur en þyrfti til að
ganga á þennan hátt, sómasamlega frá leiðum Bjarna
Thorarensen, Bólu-Hjálmars, Kristjáns Jónssonar og
Gríms Thomsen. Þessu máli mun varla lokið með fyrstu
synjum. Kommúnistar hafa sett upp langar ræður um