Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 103
um í Hollandi, Belgíu, Frakklandi og á Pyreneaskaga.
Fjórði sendiherrann hefði fyrir starfssvið allan Vestur-
heim. Starfsemi Sveins Björnssnar, meðan hann var
sendiherra, og Pétur Benediktssonar, sem verið hefux*
allsherjarsendiherra landsins á meginlandinu um nokk-
urra ára skeið, er til fyrirmyndar um skipulag þess-
ara mála í framtíðinni. Hver einasti sendiherra lands-
ins verður að gegna störfum í mörgum löndum. Er
nú ólíkt hægra um vik að ferðast milli landa en áður
var, þar sem hægt er að komast flugleiðist þvert yfir
álfuna á fáeinum klukkustundum. Með þessum hætti
verða sendiherrarnir önnum kafnir starfsmenn, en ekki
tildurherrar eða veizlupeð. Munu íslendingar auk þess
ekki geta keppt við stórar og ríkar þjóðir á þeirn vett-
vangi, þó að reynt væri að leggja út í kapphlaup af
því tagi.
Þar, sem sendiherrar eru starfandi, má gera ráð fyrir,
að þeim takist mjög víða að fá dugandi innborna menn
til að gegna ræðismannsstörfum án endurgjalds. Á ein-
stöku stað eru íslendingar búsettir ytra og hafa að-
stöðu til að taka að sér ræðismennsku fyrir land sitt
ókeypis. Hefur nú þegar verið samið við allmarga menn
í ýmsum löndum um þessa þjónustu. Hinir staðirnir
eru þó miltlu fleiri, þar sem aðrar þjóðir hafa slíka
ræðismenn, en ókleift mun reynast að hafa sérstaka
umboðsmenn vegna íslenzkra mála. Hins vegar eru ís-
lendingar víða á ferð, og hlýtur vöntun á hjálparmönn-
um oft að verða bagaleg í framandi löndum. Kemur þá
til greina, hvort ekki væri hægt að semja við þau fimm
ríki, sem kalla má nábúa fslendinga, um, að ræðis-
menn þeirra gæti íslenzkra hagsmuna í tilteknum lönd-
um og heimshlutum. Má telja sennilegt, að Norðmenn,
Svíar, Danir, Bretar og Bandaríkjamenn mundu, ef
um væri beðið, taka að sér þessa starfsemi án endur-
gjalds fyrir íslenzka ríkið.
Þar sem skipulag og framkvæmd utanríkismálanna
er eitt hið dýrasta og vandasamasta viðfangsefni hins
ung lýðveldis og ýmis mistök óhjákvæmileg í fyrstu,
virðist tími til kominn, að rætt sé á opinberum vett-
vangi um þetta mál, sem vissulega kemur allri þjóð-
inni mikið við og meira en við má báast eftir því, hve
lítið borgarar landsins hafa fram að þessu látið það
til sín taka.