Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 24
24
ÓFEÍGUR
upp í Kaldaðarnesi. Þekkti Jörundur geria, sem endur-
skoðandi landsreikninganna, hve miklu fé hafði verið
varið til umbóta, í Kaldaðarnesi og þótti líklegt að þar
myndi vera góð aðkoma. Tók Jörund nú að dreyma
erfiða drauma um heilsufar og framtíð ríkisstjómar-
innar og var löngum þungbrýnn, líkt og Egill Skalla-
grímsson í höll Englandskonungs. Skáldið tók gleði
sína aftur þegar konungur rétti honum digran gull-
hring á spjótsoddi, yfir eldinn. Bjarni Ásgeirsson fet-
aði nú í spor hins merka Breta. Hann rétti Jörundi
Kaldaðarnes meo ailmiklu fylgifé frá Bretum fyrir land-
spjöll vegna flugvallarins. Jafnframt keypti stjórnin
að Skálholtsbónda hús hans á biskupssetrinu. Er tal-
ið, að Jörundur eigi nú Kaldaðarnes skuldlítið. Sýnist
honum nú frarntíð ríkisstjórnarinnar öllu bjartari en
fyrr. Jörundur hafði búið vel að Skáiholtstúni og átti
kyngóðar kýr. Flytur hami þær, sem von er, í sitt nýja
heimili, en ríkið kaupir af honum sauðféð með kara-
kúlsýkinni og ætlar að hafa á jörðinni einhverja fram-
leiðslu á þjóðnýtingarvísu, en sem stendur mun stað-
urinn að mestu í eyði. Ef fyrir lægju ýtarlegar heim-
ildir um framkvæmdir ríkisins á síðustu missirum í
Kumbaravogi, Kaldaðarnesi og Skálholti, mætti fá
glögga smámynd af opinberu ráðíagi eftir að kommún-
istar settu sinn svip á landstjórnarmálin.
XXVII.
Kennarastétt landsins hefir yfirleitt gert sitt ýtr-
asta til að efla reglusemi nemenda sinna og má full-
yrða, að það hafi tekizt vel. Pálmi rektor Hannesson
beitti sér fyrir skólabindindi og stofnun sambands milli
bindindisfélaga í skólum landsins. Sýnir sú framkvæmd
og árangur hennar hug kennara í þessu máli. Þó er
ein undantekning í þessu efni. Það er háskóli Islend-
inga. Meðan íslenzkir stúdentar sóttu Hafnarháskóla
svo að segja eingöngu, ef farið var út fyrir landstein-
ana, virðast þeir með mörgu betra hafa lært drykkju-
venjur í sambandi við námið. Nokkuð af þessum sið-
um hefir borizt heim til Islands með embættaskólun-
um og síðan til háskólans, eftir að hann tók við af
þeim 1911. Þar hefir verið talinn sjálfsagður siður, að
eldri nemendur og áhugamenn úr liði kennaranna taki