Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 28
28
ÓFEIGUR
ríkisþjónustu. Á þeim tíma var peningalegt góðæri í
landi, svo að forráðamönnum þjóðarinnar óx ekki mjög
í augum tilkostnaður við þessi störf. Nú er aftur á
móti svo ástatt, að ríkið er oft í vanda með erlendan
gjaldeyri til að greiða nauðsynlegan kostnað við sendi-
ráðin erlendis. Munu þeir erfiðleikar vaxa en ekki
minnka, þegar betra skipulag kemst á vörusölu og
framleiðslu vesturlanda. Þarf þá til frambúðar að finna
hin heppilegustu ráð til þess að 130 þús. menn á Is-
landi geti haft nægilega öfluga utanríkisstjórn, en þó
ekki með meiri tilkostnaði heldur en skattþegnarnir
geta borið. Um þetta þurfa að hefjast alvarlegar um-
ræður, þar sem leitazt er við að leysa þetta óvenjulega
erfiða mál á þann hátt, að íslendingum henti lausnin
vel til langframa. Eru tillögur þær, sem hér eru flutt-
ar, svo að segja það fyrsta, sem lagt er til hóflegrar
úrlausnar, síðan skilnaðurinn fór fram.
XXXI.
Hér hefir verið skýrt frá 30 tillögum og fyrirspurn-
um um þjóðmál íslendinga. Er þar af svo miklu að
taka, að í þessum málaflokki hefði eins vel mátt telja
tífalt fleiri áhugaefni. Vandamálin eru mörg, en þingið
sinnir þeim ekki nema að litlu leyti, af því að flokk-
arnir eru, af samfélagi við fimmtuherdeildina, búnir
að giata starfsmætti sínum og áhugamálum. Afgreiðsla
fjárlaganna í vetur er ljóst dæmi um ástandið. Alþingi
starfar í missiri og fjárlögin eru stærsta málið. Eftir
sex mánaða vinnu kemur í ljós, um leið og þingið hætt-
ir störfum, að ríkið er svo peningalaust, að fjármála-
ráðherra verður að fella niður þriðjung verklegu fram-
kvæmdanna, einmitt það sem þingmennirnir höfðu lagt
mesta áherzlu á að fá unnið að. Ef lýðveldið á að lifa,
og þjóðin að halda sjálfstæði sínu, þurfa háttvirtir
kjósendur að gera meira en að koma á kjörstað og
skipta fylgi milli frambjóðenda flokkanna. Kjósend-
ur verða að hugsa sjálfir um hin félagslegu vandamál
og beita síðan áhrifum sínum á þá menn, sem á hverj-
um tíma eru fulltrúar á þingi og í stjórn. Mál þau,
sem hér eru lögð fram fyrir borgara landsins, eru sýnis-
horn af þeim mikla málafjölda, sem áhugasamir Is-
lendingar verða nú að sinna, úr því að þeir hafa á-
kveðið að þeir vilji vera frjálsir menn í frjálsu landi.