Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 6
ÓFEIGUR
sæmdar. Það er milrilsvert atriði, að iáta veitingar-
valdið í þessum efnum vera hjá traustum borgunnn,
sem dæma eins og kviðdómur, eftir mannlegum þroska
fremur en eftir fræðisetningum.
VII.
Með hörkubrögðum tekst ííklega að neyða heilbrigðis-
málaráðherra til að bæta einni lyf jabúð við þær f jór-
ar, sem fyrir eru. En að réttu lagi þyrftu búðirnar að
vera tíu. Það er meira en nóg til að lyfjafræðingum og
allt of mikil þröng í gömlu lyfjabúðunurn. En forráða-
menn þessara mála eru á svipuðu stigi eins og grunn-
færasti konungur Islendinga, sem hafði að kjörorði
setninguna: „Vér einir vitum“.
vm.
Bezta meðferð á Laxá í sambandi við heiti hennar,
fegurð og veiðifrægð, mundi vera að ríkið og bændur
í dainum gerðu með sér sameignarfélag um fallvatnið,
með þeim hætti, að bændur legðu fram náttúrugæðin
eins og þau eru nú, en ríkið gerði fiskveginn fram hjá
Brúum. Þá myndi áin, frá rafstöðinni að Mývatni geta
verið glæslegasta stangarveiðivatn í álfunni. Sú að-
staða mundi geta verið góð tekjulind fyrir ríkið og
eigendur jarða í Laxárdal. Landstjórnin mundi fá nokk-
uð af sínum hlunnindum með því að bjóða til veiða í
Laxá þeim gestum erlendum, sem Einar Þveræingur
taldi rétt að gefa hauka, hesta, tjöld eða segl fyrir
þegin hlunnindi. Á sitt við á hverjum tíma og þykir
mörgum þeim, sem þjóðin á gott upp að unna, mikils
virði að fá um nokkurra daga skeið að stunda laxveiði
þar sem náttúran sameinar flest gæði.
IX.
Suðurþingeyingar og Keldhverfingar hafa riðið á vað-
ið með að skipta öliu sauðfé í heilu héraði til að bjarga
byggðimum frá auðn, sökum karakúlpestarinnar. í haust
sem leið var reynt að hreinsa af Vestfjörðum allt sjúkt
fé og á hausti komandi er gert ráð fyrir að skipta á sjúku
fé og heilbrigðu í Húnaþingi og Skagafirði vestan vatna.
Tókst slysalega til í fyrrahaust, því að þá vildu nálega
allir bændur milli Héraðsvatna og Blöndu slátra fé sínu
og hafa byggðina sauðlausa í eitt ár. Gamaveikin er all-