Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 95
ÓFEIGUR
95
c. Hvers vegna var hætt að starfrækja Kumbara-
vog sem hæli fyrir áfengissjúklinga og hafinn
rekstur í Kaldaðamesi, og hvaða valdamenn bera
ábyrgð á þeirri breytingu?
d. Hve mikið fé hefur verið greitt úr ríkissjóði til
að undirbúa spítala fyrir áfengissjúklinga í Kald-
aðarnesi og hve mikið til rekstrar?
e. Hve margir sjúklingar hafa dvalið á þessu hæli
og hve lengi til jafnaðar? Hve mikill hefur orð-
ið kostnaður á sjúkling fyrir dvalardag? Hvaða
forráðamenn hafa stýrt þessu hæli? Hver hef-
ur verið læknir þess? Hvað hafa templarar lagt
fram af fjármunum í fyrirtækið, og hvaða áhrif
hafa þeir haft á stjórn þess og rekstur?
f. Hve margir sjúklingar eru nú á þessu hæli? Á
að starfrækja hælið framvegis og með hvaða til-
kostnaði?
3. Bændaskólinn í Skálholti:
a. Hve mikið greiddi ríkið fyrir jörðina?
b. Hve mikið er búið að greiða úr ríkissjóði vegna
stofnunar bændaskóia í Skálholti fyrir hús ábú-
anda, fyrir burtflutning af jörðinni, til bygging-
arnefndar og kunnáttumanna, til væntanlegra
starfsmanna við kennsluna, fyrir vegagerð að
væntanlegu skólahúsi, og hver er annar útlagð-
ur kostnaður við þessa skólastofnun ?
e. Hver verður kostnaður ríkissjóðs við hið ráð-
gerða skólahús, kennarabústaði, starfsmannahús,
peningahús, bústofn, nægilega stórt tún og garða,.
rafleiðsiu frá Soginu, dæluútbúnað og leiðslur til
að leiða og lyfta heitu og köldu vatni að skóla-
byggingunum og til búþarfa?
XXVÍL Víndrykkja I skóium.
1 langflestum skólum landsins eru það óskráð lög, að
nemendur og kennarar hafi þar aidrei vín um hönd.
Samt eru til áberandi undantekningar frá þessari reglu.
Til eru þær menntastofnanir, sem taka á móti nýjum
nemendum með almennum áfegisgleðskap, og þykir þá
hlýða, að kennarar skólans og nokkrir af eldri nem-
endum taki þátt í vínveizlunum. Er naumast hægt að á-
fellast nýsveina í slíkum skólum, þó að þeim finnist