Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 57

Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 57
ÓFEIGUR 57 hættu að koma heim bláir og blóðrisa í rifnum klæð- um undan áleitnum veraldargæðingum, sem hafa fengið miklu meira af sterkum drykkjum en líkamsorka þeirra þoldi. 1 Reykjavík einni er alsiða, að 70—80 dauða- drukknir menn séu teknir úr umferð á einni nóttu. Þar- sem vegakerfið er fullkomnast um byggðir landsins, er í mörgum sveitum ómöguiegt að hafa skemmtisamkom- ur, af því að þangað safnast í tugatali ölvaðir menn„ sem brjóta hús og misþyrma friðsömu heimilisfólki.. Fyrir nokkrum árum var gleðisamkoma að sumri til á Þingvöllum. Þangað komu um 4000 manns. Eftir stutta stund var talið, að 2000 af gestunum hafi verið orðnir dauðadrukknir. Brutu hinir ölvuðu menn hús: og húsmuni í Valhöll, svo að hörmulegt var á að líta.. Daginn eftir sá einn af kunnustu læknum í Reykjavík,. sem var staddur á Þingvöllum, ungan mann liggja ó- sjálfbjarga og bíta gras, sem hann náði til þrátt fyrir ástand sitt. Þannig mætti lengi telja, en þess gerist ekki þörf. Þing og þjóð veit, hve hörmulegt ástand- ið er. Á hinn bóginn tel ég enga ástæðu til að örvænta. Drykkjuhneigð íslendinga er sterk, en sómatilfinningin er líka vakandi, ef þeir, sem gegna ábyrgðarstöðum, vilja styðja hinn veika reyr. Ég hef verið í undirbún- ingsnefndum tveggja stærstu hátíða, sem haldnar hafa verið hér á landi, Alþingishátíðarinnar 1930 og Snorra- hátíðarinnar í Reykholti 1947. Á báðum þessum sam- komum voru um 50 þús. manna og enginn drykkju- skapur. 1 bæði skiptin vildu þeir, sem stóðu fyrir há- tíðarhöldunum, ekki hafa drykkjuskap, og í bæði skipt- in sýndi þjóðin, að hún getur haft mikla gleðifundi, án þess að misnota áfengi. Tilgangurinn með þessari tillögu er að gefa þeim mörgu Islendingum, sem stendur stuggur af áfengis- bölinu, bendingu um þá einu leið, sem fær er, út úr verstu ógöngum vínnautnarinnar. Að svo stöddu er bann óframkvæmanlegt. Mjög mikill hluti þjóðarinn- ar leggur áherzlu á að hafa nokkurt vín. Þessi ásókn er svo sterk, að vitað er, að í Reykjavík einni eru marg- ir bifreiðaeigendur, sem fá 2000 kr. á viku og stund- um meira, fyrir að flytja á kvöldin vín, stórlega hækk- að í verði, handa ölvuðum mönnum, sem sitja yfir tóm- um glösum, af því að birgðir, fengnar fyrr um daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.