Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 78
78
ÓFEIGUR
kvæmd hefur verið háttað, gat maður á Islandi keypt.
fjrrir íslenzkar krónur farseðil til Suður-Afríku, það-
an til Argentínu og síðan um New York til Keflavíkur
án þess að spurt væri um heimild gjaldeyrisyfrivald-
anna. Vitaskuld þarf að síðustu að borga þetta fé í
dollurum. Og úr því að dollaravöntun er jafntilfinnan-
leg og alþjóð manna er kunnugt, þá er sannarlega ekki
ástæða til að láta tekjurnar af Keflavíkurvellinum
renna út í sandinn. Þessi leki á gjaldeyri er okkur að
kenna, en ekki forráðamönnum flugvaUarins. Þetta er
algerlega innlent málefni, og er vonandi, að ríkisstjóm-
in sjái sér fært að hagnýta betur en hingað til dollara-
tekjur frá Keflavíkurflugvelli.
XVH. Kópavogshæli.
Fyrir nálega 20 árum varð ég þess vís, að sjúkling-
ar í Laugarnesspítala nutu ekki að öllu leyti þeirrar
aðbúðar, sem vænta mátti, eftir rausn þeirra, sem stofn-
sett höfðu þennan spítala. Voru þá að minni tilhlutun
gerðar ýmsar umbætur á híbýlum og aðbúð sjúklinga
þessara. Höfðu þeir áður hafa blikkdiska og fleiri þess
háttar tæki við borðhaldið, en ég lét þá fá í þess stað
nægUega mikið af borðbúnaði frá Þingvalla-hátíðiimi
1930, en hann var þá talinn beztur sinnar tegimdar
hér á landi. Mynduðust á þennan hátt lausleg kynni
milli mín og þessara sjúklinga. Hafa þeir þess vegna
leyft mér að sjá afrit af bréfum, sem þeir hafa sent
Alþingi og stjórn Oddfellowreglunnar hér á landi, þar
sem þeir lýsa ugg sínum í sambandi við hugsanlegan
hrakning þeirra frá Kópavogi. Það verður að telja ó-
hugsanlegt, að forstöðumönnum heilbrigðismálanna
komi til hugar að hrekja sjúklingana úr því hæli, sem
þeim var fengið, þegar þeirra eigið lögtryggða heimili
var brunnið í höndum erlendra hermanna. En sá ótti,
sem hefur gripið sjúklingana í sambandi við umtaí
valdamanna í þessum efnum, er ekki í samræmi við þá
ró, sem þarf að ríkja á þvílíkum stað. Þess vegna er
eðlUegt og sjálfsagt, að Alþingi geri í þessu efni full-
ar yfirbætur, og það verður ekki gert á annan hátt
en þann, að þingið gefi landsstjórninni um þetta efni
ákveðin fyrirmæli, sem veiti sjúklingunum fullkomið
öryggi. Ef nú yrði hafizt handa um burtflutning sjúk-