Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 15
ÓFEIGUR
15
lörtdin". íslenzka þjóðin fékk vorúðabað frá 1944 til
48. Fyrirspumin og svar ráðherra sýnir glögglega
hversu heilnæmt baðið hefir orðið fyrir síldarútveginn.
XIX.
Island er undur meðal þjóðanna um allar tegundir
varnarleysis. Þjóðin er nú svo sett, að í byrjun heims-
styrjaldar, ef ekki fyrr, verður gerð hér innrás af ein-
hverri styrjaldarþjóðinni. Samt unir mikill hluti þeirra
manna, sem lengst hafa setið á námsbekk, vel því gæfu-
leysi, að verstu féndur frelsis og menningar geti tekið
þjóðina sömu tökum og Rússar tóku Eystrasaltsríkin
og Póiland í síðasta stríði og notað landið sem vamar-
stöð fyrir austrænan yfirgang. En það er ef til vill
enn furðulegra, að þjóðin skuli ekki hafa sýnt meiri
framsýni um varnar í landinu sjálfu. Meðan landið
var ein dreifbýlisbyggð, mátti segja, að valdstjórnin
gæti látið sér nægja hið andlega og siðferðislega vald
sér til verndar og framdráttar. Þá komu dæmdir menn
úr fjarlægum héruðum án fylgdar til að taka út hegn-
ingu í Reykjavík. En síðan fjölmenni safnaðist á til-
tekna staði í landinu og erlendir menn f jölmenna á veiði-
skipum í landhelgina, varð hið forna varnarleysi að
þjóðarhættu. Hér þarf að skipuleggja landhelgisgæzl-
una, þannig, að hver maður í þeirri sveit sé starfs-
maður ríkisins, með rétti og skyldum lögreglumanna.
Samhliða því verður að endurskipuleggja lögregluliðið
svo, að þar verði enginn starfsmaður, sem villist svo
mjög á skyldum sínum að meta flokksþjónustu og jafn-
vel aðstoð við erlent vald, meir en sitt föðurland. Það
er sorglegt dæmi um vanmátt núverandi þjóðfélags, að
óspektarmaður heimtaði að lögreglan fengi beina heim-
ild frá dómsmálaráðuneytinu til að beita táragasi við
að sundra æstum skríl, sem ætlaði að setja vilja sinn
yfir ákvarðanir landsstjórnarinnar. Eins og nú er komið
málum, er hið íslenzka mannfélag og starfsmenn þess,
gersamlega varnarvana, ef einhverjum óbótamanni
þóknast að draga saman lítinn liðsflokk af sínum lík-
um til að taka höndum forsetann, ráðherrana, dómar-
ana og forráðamenn bankanna o. s. frv. Með tillög-
unni um þjóðvörð og skipulagningu liðsaflans á varð-
skipunum, er þent á leið til að bæta úr þessari mein-
semd að því er snertir innlenda hættu. Það er eftir-