Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 34
34
ÓFEIGUR
ágæti hins rússneska búskaparlags og talið mikla f jar-
stæðu að íslenzkir bændur skuli vilja eiga býli sín
og hafa þar einkarekstur. Hafa þeir talið eðlilegt að
byrja hér sams konar búskaparhætti eins og Stalin
hafi lögboðið í sínu landi. Hefur þessi áróður ruglað
dómgreind margra sveitaunglinga svo, að þeir hafa að-
hyllzt byltingarstefnuna, í von um þátttöku í sameign-
arbúum að rússneskri fyrirmynd. Ég vildi sannprófa
áhuga bolsivíka og fylgiliðs þeirra í þessu efni og bar
fram tillögu um að alþingi veitti fé til að koma á stofn
tíu heimila samvinnubyggð og að öllu væri farið eftir
fyrirmyndum Rússa. Skyldi stjórn kommúnistaflokks-
ins velja alla nýbýlismennina og forstjórann, sem stýrði
sameiginlegum vinnubrögðum allra fjölskyldnanna og
búrekstri þeirra. Ef kommúnistar hefðu trúað á hug-
sjón sína, mundu þeir hafa tekið þessari hjálp alls-
hugar fegnir. En reyndin var önnur. Þeir tóku málinu
með miklum f jandskap og sönnuðu þannig ótvírætt, að
þeir vissu sjálfir, að ef þeir settu tíu flokksfjölskyldur
í sama heimili og undir sína vinnustjórn, mundi þegar
í stað blossa upp magnaður f jandskapur milli allra, sem
settir væru í þessa spennitreyju. Þessir sambýlingar
mundu formæla bolsivismanum, agitatórum þeirra hér
á landi og þeirri stimd, þegar þeir hefðu látið blekkjast
til að trúa á boðskap fimtuherdeildarinnar. Ef borgara-
flokkamir þrír hefðu skilið vinnubrögð bolsivika mundu
þeir fyrir löngu hafa afvopnað þá á þennan hátt með
því að láta ríkið hjálpa þeim til að sýna sameignar-
trú sína í verki með því að starfrækja að sið Rússa
eitt verkstæði, gera út einn vélbát eða setja upp tíu
heimila sambygð. En þessari verkhygni hefur ekki ver-
ið beitt, heldur hefir kommúnistum verið leyft að sýna
stöðuglegar falsmyndir af kúgunarlífi Rússa án þess að
þurfa nokkurn tímann að láta verkin tala. Þessi eina
litla tillaga gerði þrátt fyrir allt hirðuleysi borgara-
flokkanna, stórmikið gagn. Hvarvetna um land leiddu
menn hug að óframkvæmanleika hinna rússnesku bú-
skaparke*ninga þar sem frjálsir menn búa, sem geta
með engu móti sætt sig við að vinna sem þrælar undir
eftirliti njósnara, lögreglu og hermanna. Tillagan gerði
það gagn, að síðan hafa bolsivikar ekki treyst sér til að
hampa, svo að á hafi borið, hinum margumtöluðu þrælk-
unarnýlendum, þar sem rússneskir bændur eru þjak-