Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 47

Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 47
ÓFEIGUR 47 menn og Danir geta notað kóngulóarvef þann, sem er nefndur bandalag sameinuðu þjóðanna, til að koma mál- um sínum í kyrrþey þannig fyrir, að þær taki sér rétta stöðu, þegar kemur að örlagastund. Ef menn athuga aðstöðu vesturþjóðanna, eins og hún er nú, er auðsætt, að þær geta alls ekki treyst á hið væntanlega þjóðabandalag, nema sem vinsæla tál- von fyrir menn, sem eru þreyttir og bölsýnir eftir átök i tveim heimsstyrjöldum. Bandaríkjamenn og þjóðirn- ar í brezka heimsveldinu hafa þess vegna tekið það :ráð að gera varnarmátt sinn svo mikinn, að ófýsilegt verði fyrir einræðisþjóðir heimsins að sækja Engilsaxa heim með herskildi. í þessum viðbúnaði eru flotastöðv- ar Bandaríkjamanna meginþáttur. Þeir ætla að nota eyjarnar í Kyrrahafi á þann hátt, að hvergi vanti hlekk í varnarkeðjuna alla leið frá ströndum Ameríku og vestur að Kína og Síberíu. Til hinnar hliðar verður At- lantshafið að vera örugg leið milli Ameríku, Englands og smáríkjanna í Evrópu norðan og vestanverðri. Þeg- ar brezka heimsveldið bætir við sínum varnarmætti með lönd og vígstöðvar í öllum löndum heims, þá verð- ur því ekki neitað, að í þessu samstæða varnarkerfi merkilegustu menntaþjóða heimsins er fólgið eina ör- yggið fyrir friði þjóðanna á ókomnum árum. Má dæma um það öryggi af reynslu undangenginna ára. Japanir réðust á Kína af því, að það var sundrað og vanmegna, en fullvíst, að þjóðabandalagið skorti hug og dug til að stöðva sterka ófriðarþjóð. Mussolini réðst á Albaníu, Abessiníu og Grikkland, af því að hann þóttist þess fullviss, að þessum þjóðum gæti ekki borizt nein hjálp. Hann sagði Frökkum stríð á hendur, þegar land þeirra var gersigrað. Hitler lagði meginstund á að vígbúast og undirbjó heimsstríð af því að hann vissi, að enska þjóðin þráði svo mjög frið, að þingfulltrúar hennar lögðu frá sér vopnin til að þóknast óskum kjósenda. Hitler vissi, að Frakkland og England voru mjög óvið- búin stríði og borgarar beggja landanna skildu alls ekki hinn markvissa stríðsundirbúning Þjóðverja. Hit- ler öðlaðist þor til að leggja út í heimsstyrjöld, af því að hann hafði tryggt sér velvild Rússa um stundar- sakir og samið við þá að skipta milli sín og þeirra nokkrum smáþjóðum. Ef England og Frakkland hefðu verið tiltölulega jafnvel búin undir ófrið og Þýzkaland,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.