Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 86
86
ÓFEIGUR
heiðri höfð. Telja þeir höfuðstefnumun milli sín og
kommúnista, að kratar allra landa beiti eingöngu frið-
samlegum aðferðum til að koma fram áhugamálum.
Eru frá stjórnum vesturlanda mörg glögg fordæmi
um, hversu fylgismenn þingstjórnarskipulagsins beita
lögreglu móti ofbeldislýð, en aldrei til að kúga nokkra
stétt í kaupgjaldsmálum. Hér á landi geta engir nema
sanntrúaðir ofbeldismenn verið andvígir þeirri stefnu
að halda uppi friði í landinu með lögreglu, sjólögreglu
og þjóðverði. Aliir aðrir hafa hagnað og sæmd af því,
að friður ríki í landinu og að skrílræði nái aldrei að
festa hér rætur.
Vel á við að taka dæmi um, hversu nota beri þjóð-
vörð hér á landi. Þegar annar strengur ölfusárbrúar-
innar slitnaði fyrir nokkrum árum, mátti engu muna,
að öll brúin félli í ána. Þá mundi um nokkurra missira
skeið hafa orðið hin háskalegasta samgöngustöðvun
á Suðurlandi. Reykjavík hefði skort mikið af þeirri
mjólk, sem þar þarf að nota daglega, og sveitir austan-
fjalls lent í mesta vanda. Þá stýrðu kommúnistar verk-
falli í Reykjavík og bönnuðu mönnum, sem þeir réðu
yfir, að leggja fram fáein dagsverk til að bjarga brúnni.
Vitaskuld hafði sú vinna enga þýðingu fyrir úrslit þess-
arar vinnudeilu. Hér var um að ræða þegnskap eða
naannfélagsafbrot. Menn, sem voru óháðir verkfalls-
liðinu, björguðu brúnni og öllu Suðurlandi. Undir slík-
um kringumstæðum þarf mannfélagið að geta grip-
ið til sinna ráða. Þjóðvörðurinn yrði að láta frið og
reglu sitja í fyrirrúmi, en ekki einstaklinshagsmuni.
Annað dæmi skýrir málið glögglega. Ef hér væri al-
mennt verkfall með múgæsingum, líkt og út af flug-
vallarsamningnum 1946, gæti skefjalaus forustuklíka
talið viðeigandi að skera sundur rafleiðslur til bæjar-
ins eða láta hitaveituvatnið streyma úr leiðslunum
utanbæjar. Hér væri skemmdarverkum blandað í kaup-
deilu, algerlega utan við eðlilegan og löglegan baráttu-
vettvang. Undir þvílíkum kringumstæðum væri það
óhjákvæmilegt hlutverk þjóðvarðar að hindra skemmd-
arverkin og hjálpa verkfallsmönnum til að fylgja í
félagsmáladeilum lögum og landsrétti. Þeir verkamexm,
sem vilja hafa þjóðfélagið vanmáttugt til að geta haft
sérmál sín fram með ofbeldi, geta blaðað í spjöldum
sögunnar til að finna svar. Þeir munu aldrei finna þess