Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 49
ÓPSXGUR
49
■ur utan við styrjaldarsvæðið og stundum nálega gleymt
á miklum ófriðartímum, þá varð ísland nú skyndilega
í augum herfræðinga einhver þýðingarmesti biettur á
jörðinni. Þetta voru að vísu engin gleðitíðindi fyrir
þjóðina. En það er jafnfjarstætt af Islendingum að
loka augunum fyrir þessari staðreynd eins og fyrir
strútinn að forðast veiðimanninn með því að fela höf-
nð sitt í sandinum.
Skal nú reynt í stuttu máli að gera grein fyrir þeirri
þýðingu, sem taiið er, að Island hafi í hugsanlegri við-
Tireign stórveldanna á ókomnum árum. Ef Rússland
á í styrjöld við Bretaveldi, hafa Rússar hér um bil
sömu aðstöðu eins og nazistar í nýafstöðnu stríði.
Þeir sækja á England og reyna umfram allt að hindra
siglingar þangað vestan um haf. I því skyni er Rúss-
um jafnnauðsynlegt og nazistum áður að ná íslandi og
hafa hér vígstöðvar. Með kafbátum og miklum fiug-
vélastyrk er talið, að slík aðstaða mundi nægja til að
geta komið Bretum á kné. Undir þessum kringumstæð-
um mundi Bretum vera hið mesta áhugamái að geta,
eins og á undangengnum árurn haft hér herstöðvar
og varið siglingaleiðir sínar frá íslandi. Þar sem Bret-
ar mæltu með því við íslendinga 1941, að þeir bæðu
Bandaríkin um hervemd, og þar sem stjórn Breta hef-
ur nú i haust mælt með, að ísienzka þjóðin framlengi
hervarnarsáttmálann við Bandaríkin, a. m. k. þar til
öryggi þjóðabandalagsins kæmi í staðinn, verður að
telja það víst, að Bretar þykist geta treyst því, að þeir
hafi ætíð bróður að baki, þar sem Bandaríkjaþjóðin
er, og uni því vel, að þeir hafi undirtökin um hervörn
á Islandi. Bandaríkjamenn vilja sýnilega ekki, að Is-
land verði stikla í Atlantshafinu, sem nota megi gegn
Englandi og Ameríku. 1 vamarstríði Engiisaxa er vita-
skuld höfuðnauðsyn, _að Bretar verði ekki einangraðir
með sigiingabanni. ísland er einhver þýðingarmesti
hlekkurinn í varnarkeðju Engilsaxa og allra frjálsra
þjóða. Á sama hátt getur Isiand orðið Iiættuleg víg-
stöð móti Bandaríkjunum, af því að frá íslandi er
skemmst leið vestur um haf frá Norðurálfu. Getur slík
aðstaða verið þýðmgarmikil í árásarstríði bæði fyrir
flugvélar, eldflaugar og hvers konar sóknartæki, þar
sem minnsta fjarlægð til óvinalands hefur sérstaka
þýðingu. Fyrir Rússum hefur Island meginþýðingu, ef