Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 23
ÓFEIGUR
23
efnaður heildsali í nýjum fötum frá góðum klæðskera
í New York. Allur undirbúningur og stjóm hælisins í
Kaldaðamesi var því líkastur, að blindfullir menn hefðu
staðið fyri skipulagningunni og öllum framkvæmdum.
1 vor flutti Jörundur Brynjólfsson á staðinn og hefir
starfsemi læknanna þá hætt, ef að líkindum ræður.
Koma málefni Skálholts nú á leið þeirra sem ráða
skyldu fram úr vandamálum Árnessýslu. Eiríkur Ein-
arsson hafði, af kjördæmaáhuga en án eðlilegs undir-
húnings, fengið í upplausn þingsins samþykkt lög um
bændaskóla á Suðurlandi. Skyldi ráðherra ákveða stað-
inn. Vilhjálmur Þór hafði, áður en hann fór úr stjórn-
inni, mælt svo fyrir, að skólinn skyldi vera á Sáms-
stöðum í Rangárþingi. En þegar ný stjórn var komin
og Ingólfur Jónsson ekki stuðningsmaður, vegna þátt-
töku bolsivika, tókst Eiríki að sanna hinum nýju hús-
bændum að litlu þyrfti að launa sérhyggjumönnum,
sem viltust úr leið. Var nú ákveðið, að kjördæmi stuðn-
ingsmanns skyldi fá verðlaunin, og heimili hins vænt-
aníega bændaskóla fastsett í Skálholti. Nefnd var sett
til að ákveða hvar hús skyldu reist í Skálholti. Munu
flestir hafa búizt við, að hlynt yrði að þeim stað, þar
sem margir af frægðarmönnum þjóðarinnar höfðu num-
ið og starfað öldum saman. Mátti, ef vel var á haldið,
bæta með þeim hætti nokkuð úr vanrækslu margra kyn-
slóða. En nefndin fór allt aðra leið. Hún fann kletta-
holt nokkurt 2 km. frá bænum úti í bithaganum. Þar
var fullkomin óbyggð, hvorki tún eða garðar. Ef átti
að hafa vatn á staðnum, varð að dæla því langar leiðir
og upp brekku. Til þess þurfti langa rafleiðslu frá
Soginu. Nefndin fékk fé hjá ríkisstjórninni til að leggja
dýran veg yfir mýrlendi heim á skólastaðinn tilvon-
andi, og er það verk vel á veg komið. Auk þess var
búfræðingi veitt staða, sem skólastjóra og honum gold-
in hálf laun meðan hann bíður eftir starfinu. Hús, sem
stjórnin hefir látið teikna fyrir kennsluna og heima-
vist, kostar 5 milljónir. Óhugsandi er, að vegir, leiðsl-
ur, ræktun, áhöld, kennarabústaðri og bústofn kosti
minna en aðrar 5 milljónir. Vonir hefðu staðið til, í
haust sem leið, að fá 6 nýsveina. Þegar Jörundur Skál-
holtsbóndi sá allan þennan viðbúnað, þóttist hann vita,
að hans dagar mjmdu verða fáir í Skálholti eftir þetta.
Hann vissi enn fremur, að læknamir vom að gefast