Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 68
68
ÓFEIGUR
XI. Byggingarsjóður Búua ða rbankans.
Svo sem greinilega hefur komið fram á Alþingi, hef-
ur landbúnaðarráðherra ekki getað aflað fimm milij-
óna króna handa byggingarsjóði Búnaðarbankans. Er
talið, að mikill fjöldi bænda standi nú af þessum or-
sökum ráðþrota með hálfsmíðaðar byggingar. Hafa
bæhdur treyst á fyrirmæli laga um þetta efni, en bank-
inn ekki fengið féð og því ekki getað lánað, þó að þörf
væri ærin og nógar tryggingar. Er þetta lítt viðun-
andi. Hins vegar eru í gildi, en ekki í framkvæmd, lög
um byggingu búnaðarskóia í Skálholti, og mun vera í
sjóði hjá ríkisstjórninni fé til bygginga í Skálholti, sem
ætti að skipta milljónum króna. Mun landbúnaðarráð-
herra hafa í hyggju að byrja að reisa þennan skóla í
vor. Meginbyggingin kostar 5 milljónir kr., en tún,
garðar, peningshús, kennarabústaðir, rafleiðsla frá Sog-
inu til að dæla að skólanum heitu og köldu vatni lang-
an veg, bústofn og nauðsynleg áhöld við kennsluna og
búskapinn gætu ekki kostað minna en aðrar 5 milljónir.
Hér er þess vegna um stórvægileg útgjöld að ræða
végna landbúnaðar, og kemur þá til greina samanburðui
4 þörf bænda fyrir þessa stofnun og þörf fyrir atvinnu-
lán handa hundruðum bænda, sem eru að endurreisa og
stækka býli sín. Bændur viðurkenna sem stendur, að
þeir hafi meira en nóg rúm fyrir sonu sína í hinum
eldri skólum, á Hólum og Hvanneyri. Nú í vetur munu
vera níu nemendur í fyrsta bekk í hvorum þessara
skóla. Ef Skálholtsskóli hefði verið tilbúinn, mundu hafa
verið sex nýsveinar í hverjmn hinna þriggja skóla. Þeg-
ar þess er gætt, að kennaralið á Hvanneyri og Hólum
er í bezta lagi og mikill myndarbragur á búskap á báð-
um skólaheimilunum, er auðsætt, að bændastéttin tel-
ur sig ekki hafa þörf fyrir þriðja bændaskólann. Hins
vegar er stórhugur í bændastéttinni, bæði um bygg-
ingar- og ræktunarmál.
XH. Ákvæðisvinna eftir afköstum.
Fyrir nokkrum árum var samþykkt á Alþingi tillaga
frá mér, þar sem leitað var eftir stuðningi ríkisstjóm-
arinnar við að afla heimilda frá Bandaríkjunum og
Rússlandi um ákvæðisvinnu og fyrirkomulag, þar sem
kaup er greitt eftir afköstum. Mun nú mál komið að -