Ófeigur - 15.08.1948, Síða 26

Ófeigur - 15.08.1948, Síða 26
26 ÓFEIGUR aðhafast án ábyrgðar það, sem væri bannað. Næsta haust kemur tillaga þessi væntanlega til meðferðar á alþingi. Ef þingið eða ríkisstjórnin vilja ekki banna vín- drykkjur kennara og skólanemenda eða forráðamenn háskólans taka ekki sjálfir upp þann góða sið að halda áfengi burt úr skólanum, þá er algerlega óhjákvæmi- legt að hætta öllu skólabindindi og láta sér vel líka samdrykkjur nemenda, kennara og vina þeirra, hvar sem menn vilja lifa þess háttar lífi. Þjóðin verður að skilja, að þeir tímar eru liðnir, þegar hægt var fyrir tiltekna einstaklinga og stéttir að leyfa sér öfgar og lausung í daglegum háttum með þeim rökstuðningi, að lærdómur þeirra eða lærdómsstig heimili forréttindi, svo sem í meðferð eiturlyf ja. Annað hvort verða nem- endur í öllum skólum að drekka og tileinka sér eðli samdrykkjunnar eða háskólinn verður að taka upp vinnulag annarra skóla og fylgjast á þann hátt með hinum viðurkenndu siðareglum menntaðra manna. XXVIII. Flugstarfsemin er hér í bernsku og slysin allt of tíð. Erfiðleikar landslags og veðráttu eru gífurlegir. Flug- mennirnir eru yfirleitt vaskir menn en þeir hafa num- ið mennt sína undir gerólíkum skilyrðum og auðveld- ari, heldur en þeir eiga hér við að búa. Um sama leyti og tillaga þessi kom fram, gerðu sumir af beztu flug- mönnunum sömu kröfu. Hefir flugmálastjórnin hafizt handa um framkvæmdir í þessa átt. Verður aldrei of mikið gert að því að auka öryggi flugferðanna hér á landi. XXIX. Ölafsdalsskólinn hefir verið bezti bændaskóli á land- inu. Ekki eingöngu af því að Torfi Bjarnason var ó- venjulegur maður, því að hið sama má segja um ýmsa aðra forkólfa bændamenntunar. Yfirburðir kennslunn- ar lágu í því, að Ólafsdalur var fyrirmyndarbú, þar sem Torfi sýndi í verki öll vinnubrögð í samræmi við þjóðlegar fyrirmyndir og fordæmi frá öðrum lönd- um, einkanlega frá Englandi. Islenzku húsmæðraskól- arnir hafa gengið sömu götu og Torfi og náð, eins og hann, góðum árangri. Hin daufa aðsókn að bændaskól-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.