Ófeigur - 15.08.1948, Síða 64

Ófeigur - 15.08.1948, Síða 64
ÖFEIGUR «4 er þessi upphæð um 500 þús. kr. Er þetta margfald- lega hærri upphæð miðað við efnahag og mannfjölda hér á landi, en nokkur önnur þingstjórnarþjóð veitir til þessara mála. Nú mun kommúnistum hafa þótt hlýða, að þeirra flokksmenn sætu að mestöllu því fé, sem þingmenn þeirra höfðu lagt sig í framkróka með að útvega. En þegar þar kom, að meiri hluti nefndar- innar vildi ekki fallast á þennan skoðunarhátt, létu kommúnistar óánægju sína í ljós með því að þiggja ekki laun þau, sem þeirra mönnum voru fram borin. Létu þessir óánægðu kommúnistar gremju sína bitna á borgaraflokkunum og nefndarmönnum þeirra. Var nú svo komið, að allmikið af launum skálda og listamanna var ekki móttekið af þeim, sem það var ánafnað af þing- nefndinni. Hafa orðið út af þeim málum miklar deilur. Nú má öllum heilskyggnum mönnum vera ljóst, að þetta verðlaunaskipulag er óframkvæmanlegt. Byrði ríkissjóðs til þessara útgjalda er orðin óhæfilega há. Tala þeirra, sem komnir eru á meira eða minna föst ríkislaun fyrir að leggja stund á skáldskap og listir, er hærri en hjá nokkurri frjálsri þjóð. Nálega allt það bezta, sem gert hefur verið á Islandi í listum og bók- menntum, hefur verið skapað með tómstundavinnu án þess, að listamaðurinn eða skáldið léti sér koma til hugar peningagreiðslu eða föst laun. Að því leyti, sem reynt hefur verið að beita ríkisrekstri í listum og skáld- skap, þá er árangurinn í allra minnsta lagi. Aldrei í sögu landsins hefur verið gefið út jafn mikið af alger- lega þýðingarlausum skáldverkum eins og síðan tala hinna ríkislaunuðu höfunda var farin að skipta mörg- um tugum. Þegar þar bætist við, að samtök eru hafin meðal allmargra af viðtakendum skálda- og listamanna- launa um að taka ekki við fénu og jafnvel að verja því til að óvirða og tortryggja það mannfélag, sem leggur fram fé af litlum efnum til framdráttar hinum van- þakkláta skáldalýð, þá er sýnilegt, að hér er farið eftir lokaðri leið. Hins vegar má telja víst, að bókmenntum og list- um sé ger varanlegur greiði með því að láta á hverj- um tíma vera til nokkur heiðurslaun handa mönnum, sem þjóðin metur, enda séu slík laun ekki veitt, fyrr en allur almenningur í landinu viðurkennir gildi hlutað- eigandi listamnns eða skálds. Slík heiðurslaun er ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.