Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 7
ÞORSTEINN Þ. VIGLUNDSSON
Minnisstæð prestshjón að Ofanleiti
..Þau voru gædd bjartsýni, lífs-
g'e5i og mannúð. Hin ljúfa gleði
fylgdi ávallt þessum hjónum. Hún
var trúuð kona, hógvær, mild og
festuleg. Hún vildi öllum vel.“
Þannig orðaði höfundur það í
minningargrein, þegar þau voru fall-
in frá, séra Halldór Kolbeins og frú
Lára Olafsdóttir Kolbeins.
Presturinn var hvers manns hug-
Ijúfi, léttur í lyndi, gamansamur, vel-
viljaður öllum og hjartahlýr, gáfað-
ur mætismaður.
Mig hefur lengi langað til að láta
Blik mitt geyma nokkur minningar-
orð um þessi mætu prestshjón, sem
gegndu hér í Vestmannaeyjum kristi-
legri forustu um árabil, sem nam
þriðjungi starfsára minna í kaup-
staðnum. Þau voru bæði kennarar
hjá mér við gagnfræðaskólann og
svo dætur þeirra tvær á mismunandi
tímum.
Séra Halldór Kristján Eyjólfsson
Kolbeins, eins og hann hét fullu
nafni, fæddist að Staðafbakka í Mið-
firði í Vestur-Húnavatnssýslu 16.
febrúar 1893. Foreldrar hans voru
prestshjónin þar séra Eyjólfur Kol-
beins Eyjólfsson og frú Þórey
Bjarnadóttir.
Að loknu stúdentsprófi (1915), af-
réð Halldór á Staðarbakka, eins og
hann var jafnan nefndur í sveit sinni
á uppvaxtarárum sínum, að lesa guð-
fræði eins og faðir hans hafði gert.
Hann hóf þá námið í Kaupmanna-
höfn og varð þar cand. phil. 1916.
Þá hvarf hann að náminu hér heima
og varð kandidat í guðfræði við
Háskóla íslands árið 1920.
Séra Halldór Kolbeins, eins og
hann var alltaf nefndur af sóknar-
börnum sínum í Vestmannaeyjum,
var mikill námshestur á yngri árum
sínum. Hann beitti námsgáfum sín-
um af festu og einbeitni að settu
marki. Síðasta árið, sem hann stund-
aði guðfræðinámið og bjó sig undir
kandidatsprófið, stundaði hann jafn-
framt nám í þriðja bekk Kennara-
skóla Islands og lauk kennaraprófi
samhliða kandidatsprófinu í guð-
fræðinni.
A unglingsárunum las hann esper-
anto á eigin spýtur og var talinn vel
að sér í því máli, og kom mörgum
sá lærdómur hans til nota í Vest-
mannaeyjum mörgum árum síðar,
þegar ungir Eyjamenn stunduðu
esperanto-nám undir handleiðslu
sóknarprestsins.
13 Li K
5