Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 35
krepputímum. en fyrir samheldni
verkamanna og minni útvegsbænda
i bænum hefðu safnazt peningar í
sjóð til stofnunar og reksturs kaupfé-
laginu og til byggingar verzlunar-
húss. Eftir vandlega yfirvegun for-
ustumanna kaupfélagsins og stofn-
enda þess, hefði ungum efnismanni,
Isleifi Högnasyni, verið falin for-
ustan. Kaupfélaginu hefði til þessa
vegnað vel, það hefði vaxið og
blómgazt til þessa tíma undir hans
handleiðslu þrátt fyrir skuldasöfn-
un af eðlilegum orsökum. Ræðumað-
ur kvað kaupfélagsstjórann hafa að
vísu ónáðað lítið stjórnina eða leit-
að minna samvinnu við hana nú um
sinn en áður. Þó vildi hann ekki á-
telja það, þar sem kaupfélagsstjórinn
hefði gleggra auga fyrir hag félags-
ms en stjórnarmennirnir. Þá ræddi
ræðumaður um sögur, sem gengju
um bæinn þess efnis, að kaupfélags-
stjórnin hefði í huga að víkja fram-
kvæmdastjóranum úr stöðu sinni af
stjórnmálaástæðum. Kvað ræðumað-
ur slíka hugmynd aldrei hafa borið
a góma með stjórnarmönnum, og
væru dylgjur þær uppspuni einn. -
Því næst átaldi hann kaupfélagsstjóra
fyrir gluggaauglýsingarnar eða til-
kynningar þar um „pólitísk svik“
stjórnarmanna, og að sér þætti hart
að vera þannig mannskemmdur á
slíkum stað eftir 12 ára starf í þágu
verkalýðshreyfingarinnar í kaup-
staðnum. Hann bað menn samt
standa sem fastast um kaupfélagið
og efla bag þess af alefli. Alltaf kvað
ræðumaður sig reiðubúinn til sam-
vinnu við kaupfélagsstj órann á heil-
brigðum grundvelli.
Síðast mæltist ræðumaður fast-
lega til þess, að þeim mönnum, sem
vikið hefði verið úr Verkamannafé-
laginu Drífanda, yrðu teknir inn í
það aftur, og það kunngjört í þeim
dagblöðum landsins, sem birtu frétt-
ir um brottreksturinn, og mundi þessi
leiðinlegi atburður gleymast brátt.
Framkvæmdastjóri tók næstur til
máls á fundi þessum. Hann undir-
strikaði í ræðu sinni, að framkoma
„klofningsmanna“ (eins og hann
orðaði það) við síðustu bæjarstjórn-
arkosningar yrðu að kallast afbrol
„innan flokksins“, og íslenzk verka-
lýðshreyfing væri dauðadæmd, ef
slakað væri í nokkru á flokksaga. Því
næst mótmælti hann þeim sögum,
sem um bæinn færu, þess efnis, að
skrifstofa kaupfélagsins væri notuð
til pólitískra fundarhalda, og enn-
fremur því, að hann notaði aðstöðu
sína sem kaupfélagsstjóri til að vinna
sér pólitískt fylgi. Annars sagðist
han tala um áhugamál sín á skrif-
stofunni, ef svo bæri undir. Spurði
hann fundarmenn að því, hvort nokk-
ur gæti borið sér á brýn, að hann lof-
aði lánum og öðrum fríðindum gegn
pólitísku fylgi. — Því var svarað neit-
andi. — Sagðist hann ekkert tillit taka
til pólitískra skoðana viðskipta-
manna félagsins, enda sýndu bæk-
urnar, að menn úr öllum stjórnmála-
flokkum hefðu viðskipti við féiagio,
og stæði félagið jafnrétt fyrir þessu.
Drap hann á það, að forstjóri S.I.S.
hefði grennslast eftir deilumáli þessu
BLIK 3
33