Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 162
Garði, Jóhann Pétur Bjarnasen og
k. h. frú Johanne (f. Rasmussen),
dóttir frú Johanne veitinga- og kart-
öfluræktarkonu.
827. Mortél. Þetta mortél gaf frú
Jóhanna Jónasdóttir húsfr. í Nýjabæ
Byggðarsafninu. Það var sagt vera
úr dánarbú afa og ömmu frú Jó-
hönnu, Helga Jónssonar beykis við
Garðsverzlun (Brydeverzlun) og
konu hans frú Sigríðar Bjarnadóttur.
Þau bjuggu í Kornhólsfjósi í Eyjum
á árunum 1840-1847.
828. Mortél með „krýndu“ F, sem
líklega á að tákna vörumerki.
829. Olíuvél. Þessi litla olíuvél,
„einkveikja“, er ein af þeim fyrstu,
sem fluttust hingað í verzlun, lík-
lega rétt eftir aldamótin. Hjónin í
Asgarði við Heimagötu áttu vélina.
Hún var oft notuð á þjóðhátíð í
Herjólfsdal. Stundum var hún notuð
í vélbátum til þess að hita á henni
kaffi í sjó- eða „landferðum“. Börn
Ásgarðshjónanna, frú Gíslínar og
Árna, gáfu Byggðarsafninu olíuvél-
ina.
830. Olíuvél, „tvíkveikj a“. Þessa
olíuvél átti Júlíus múrarameistari
Jónsson í Stafholti (nr. 7 B) við
Víðisveg hér í bæ. Olíuvélin var not-
uð á heimili hans um tugi ára. Hann
gaf sjálfur Byggðarsafninu olíuvél-
ina.
831. Olívél, „þríkveikja“. Olíuvél
þessa áttu hjónin í Stóra-Gerði í Eyj-
um, frú Sigurfinna Þórðardóttir og
Stefán Guðlaugsson, skipstjóri þar
og útgerðarmaður. Þau keyptu vél-
ina árið 1908. Frú Sigurfinna hús-
freyja gaf Byggðarsafninu olíuvél-
ina 1953.
832. Olíuvél, „þríkveikja“. Þessa
olíuvél áttu hjónin á Litla-Landi við
Kirkjuveg (nr. 59), Brynjólfur beyk-
ir Brynjólfsson, síðar spítalaráðs-
maður í bænum, og frú Guðbjörg
Magnúsdóttir.
833. Olíuvél, „tvíkveikja“. Þetta
er yngri gerð. Þessar olíuvélar voru
algengar á árunum 1920-1945.
834. Olíuvél, gasvél með olíugeymi
til hliðar við vélina. Þessar vélar
voru í notkun á árunum 1930-1960.
835. Panna.
836. Panna, „steikarapanna“. -
Þessi panna var notuð á einu stærsta
útgerðarheimili hér í Eyjum um ára-
bil. Hjónin gerðu út tvo vélbáta og
höfðu að jafnaði 10 sjómenn á heim-
ili sínu á vetrarvertíð auk aðgerðar-
fólks. Frúin gaf Byggðarsafninu
pönnuna að manni hennar látnum
með þagnarskyldu um fyrri eigend-
ur.
837. Pottagrind. Hún var gefin
Byggðarsafninu fyrir mörgum árum.
Á henni sátu pottarnir, þegar eldað
var við „prímus“. Þessi grind var
notuð í Bjarnarey um 40 ára bil,
þegar menn lágu þar við til lunda-
veiða. Lárus Árnason á Búastöðum
var bifreiðarstjóri að starfi nema á
lundaveiðitímanum á sumri hverju,
en þá lá hann við í Bjarnarey, veiddi
lunda og eldaði mat við prímuseld og
notaði grind þessa. Þannig lifði hann
40 sumur af ævi sinni. Hann gaf
Byggðarsafninu grindina.
838. Pottaskafi, pottaskefill. Þetta
160
BLIK