Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 169
eins og hann var stundum nefnd-
ur sökum opinberra starfa og valda
í byggðarlagi Eyjamanna. Borðið
gáfu Byggðarsafninu frú Matthildur
Agústsdóttir, dótturdóttir héraðs-
læknisins, og maður hennar Sigurð-
ur skrifstofustjóri Bogason, hjón í
Eystra-Stakkagerði. Frú Matthildur
erfði skrifborðið eftir afa sinn, sem
lézt árið 1908.
891. Skrifborð. Þetta skrifborð
atti Jón bóndi Guðmundsson í Suð-
urgarði.
892. Skatthol. Skatthol þetta átti
Olafur útgerðarmaður Auðunsson í
Þinghól (nr. 19 við Kirkjuveg). Frú
Solveig Ólafsdóttir, dóttir hjónanna
i Þinghól, frú Margrétar Sigurðar-
dóttur og Ó. A., gaf Byggðarsafninu
skattholið.
893. Spegill. Stofuspegill hjón-
anna á Vilborgarstöðum, frú Guð-
finnu J. Austmann og Árna Einars-
sonar, bónda og meðhjálpara. Haft
var á orði, að naumast ætti sjálfur
einokunarkaupmaðurinn eða „fac-
torinn“ í Danska-Garði íburðarmeiri
stofuspegil en þessi er. Spegillinn
uiun vera um það bil aldar gamall.
Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfó-
geti, gaf Byggðarsafninu spegilinn.
Hann var sonarsonur frú Guðfinnu
búsfreyju á Vilborgarstöðum.
894. Stofuborð. Þetta stofuborð
er smíðað úr maghoní (ekki spón-
lagt). Það áttu hreppstjórahjónin í
Stakkagerði, frú Ásdís Jónsdóttir og
Árni bóndi og hreppstjóri Diðriks-
son. Þau hjón áttu hér í Eyjum mark-
verða sögu. Árni bóndi var fyrst for-
maður á áttæringnum Gideon, þar
til Hannes Jónsson gerðist formaður
á honum, þá innan við tvítugt. Árni
var myndarbóndi í Stakkagerði og
hreppstjóri um árabil. Þá ruddi hann
brautir um lundaveiðar í Eyjum með
því að flytja inn fyrsta lundaháfinn
og nota hann. Það var árið 1875.
Árið eftir notuðu allir lundaveiði-
menn í Eyjum háfinn. Frú Ásdís
lézt 1892 og Árni bóndi 1903. Þau
voru tengdaforeldrar Gísla gullsmiðs
Lárussonar í Stakkagerði.
895. Stofuhurð. Stofuhurð þessi
var fyrst notuð í íbúðarhúsi því á
Ofanleiti, sem séra Brynjólfur Jóns-
son sóknarprestur byggði þar árið
1863. Þá hafði séra Brynjólfur ver-
ið þar prestur í 3 ár. Þetta íbúðar-
hús að Ofanleiti var rifið um eða
eftir síðustu aldamót. Séra Oddgeir
Þórðarson Guðmundsen, sóknarprest-
ur að Ofanleiti frá 1889-1924, lét
byggja nýtt prestssetur að Ofanleiti
um eða eftir síðustu aldamót. Þá var
þessi hurð notuð þar. Þegar svo
steinhúsið að Ofanleiti var byggt ár-
ið 1927, í tíðprestshjónanna séra Sig-
urjóns Þ. Árnasonar og frú Þórunn-
ar Kolbeins, var þessi hurð ekki not-
uð lengur. Hreppti hana þá húsa-
meistarinn Kristján Jónsson á Heið-
arbrún (nr. 59) við Vestmanna-
braut. Síðar eignaðist Magnús Eyj-
ólfsson á Grundarbrekku (nr. 11)
við Skólaveg hurðina. Þar var hún
notuð í kjallara hússins á árunum
1946-1966. Gestir Byggðarsafnsins
undrast, hvernig hægt var að nota
svo lága stofuhurð, sem þessi er. At-
blik
167