Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 172
Börn hans gáfu Byggðarsafninu lyk-
ilinn.
14. kafli
Lækna- og ljósmóðurtæki
011 þau tæki, sem hér verða talin
og merkt eru H. G., hafa börn hér-
aðslæknishjónanna Halldórs Gunn-
laugssonar og frú Önnu Sigrid Pét-
ursdóttur Gunnlaugsson, Gunnlaugur
arkitekt, Ella verzlunarstjóri og Axel
kaupmaður, gefið Byggöarsafninu úr
dánarbúi foreldra sinna.
915. Beinasög (H. G.).
916. Beinatöng (H. G.).
917. Blóðtökuhorn, fjögur að tölu.
Þau voru almennt notuð til þess að
taka fólki blóð við gigtarverkjum,
taksting og fleiri kvillum. Þessi horn
eru stiklar af nauts- og kýrhornum.
Gat er borað gegnum stikilendann.
Fyrst var skorið fyrir með bíld svo
kölluðum, svo að blæddi, og var það
blóð kallaö dreifarblóð. Síðan var
hornið sett yfir sárið og loftiö sogið
úr því. Svo var sett líknarbelgsskæni
yfir gatið á horninu. Þannig sogað-
ist blóð og slæmir vessar út úr sár-
inu. Þetta linaði þjáningar og bætti
líðan. Væri enginn bíldur til, var
skorið grunnt fyrir með rakhníf eða
gæruhníf.
Þessi blóðtökuhorn átti og notaði
frú Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í
Suðurgarði. Dóttir hennar, Anna
Svala Johnsen gaf Byggðarsafninu
tækin.
918. Blóðtökubíldur. Þennan bíld
átti frú Þóranna Ingimundardóttir
ljósmóðir frá Nýborg og notaöi hér
170
um árabil. (Sjá greinina Nýborgar-
heimilið í Bliki 1960).
919. Blóðtökutœki, bíldur, lampi
og glerkoppar. Utlend tæki. Þessi
blóðtökutæki átti frú Solveig Páls-
dóttir sóknarprests og skálds Jóns-
sonar að Kirkjubæ. Frú Solveig
Pálsdóttir var fyrsta lærða ljósmóð-
irin á landinu að sagt er og var ljós-
móðir í fæðingarbyggö sinni, Vest-
mannaeyjum, 1847-1867 eða í 20 ár.
(Sjá grein um ljósmóðurina í Bliki
árið 1967). Gefandi: Ragnar ráðu-
nautur Asgeirsson, dóttursonur ljós-
móðurinnar.
920. Flísatöng (H. G.).
921. Fósturhimnutöng (H. G.).
922. Fœðingartöng, gömul gerð
ÍH. G.).
923. Glusserínsprauta (H. G.).
924. Handtaska, læknistaska Hall-
dórs héraðslæknis Gunnlaugssonar.
925. Hlustunarpípa Þorsteins hér-
aðslæknis Jónssonar (1865-19051.
Gef.: Frú Matthildur Ágústsdóttir,
þá í Eystra-Stakkagerði, dótturdóttir
héraðslæknisins.
926. Hlustunarpípa Þórunnar ljós-
móður Jónsdóttur. Hún var Ijósmóð-
ir í Eyjum.
927. Hornskápur, — lyfjageymsla
Þorsteins héraðslæknis Jónssonar öll
þau ár, sem hann var hér héraðs-
læknir eða 40 ár. Skápurinn stóð í
stofu héraðslæknishjónanna í Land-
lyst, þar sem þau bjuggu öll árin.
Gefandi: Frú Matthildur Ágústsdótt-
ir, dótturdóttir læknishjónanna.
928. Innyflanál, notuö við hol-
skurð (H. G.).
BLIK