Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 20
sem öðrum þræði varð því banabit-
inn, þegar árin liðu. En hér var úr
vöndu aS ráSa. ÚtgerSarmenn skorti
veltufé til kaupa á veiðarfærum,
salti og fleiri nauSsynjum. Félags-
menn þeir, sem stunduðu útgerð,
börmuSu sér sökum þess, að þeir
gætu ekki einvörðungu verzlað við
kaupfélagið sitt, ef það lánaði ekki
til útgerðar. Bankalán var hvergi að
fá. Og engir voru lánasjóðirnir út-
gerðarmönnum til styrktar og fyrir-
greiðslu. En 2-3 kaupmenn í bænum
höfðu allar útgerðarvörur á boðstól-
um, og allar fengust þær lánaðar, ef
afurðirnar stæðu þeim til boða á
verði, sem þeir að mestu leyti afréðu
sjálfir.
Þegar leið fram á haustið 1920,
fékk Kaupfélagið Drífandi tilboð í
fiskafurðir, sem hér segir: Tilboð í
línufisk nr. 1 kr. 230,00 hvert skpd
(160 kg); í línufisk nr. 2 kr. 220,00;
í netafisk nr. 1 kr. 225,00, og í neta-
fisk nr. 2 kr. 215,00 hvert skpd.
Stjórn félagsins samþykkti að taka
tilboðum þessum.
Þannig var þá þessi vöruskiptavél
kaupfélagsins ræst að fullu, áður en
stofnár kaupfélagsins var liðið, því
að innkaup á salti og veiðarfærum
voru þá þegar gjörð. Þær vörur voru
greiddar með verkuðum saltfiski,
meðan hann hrökk til.
Stuttu eftir áramótin 1920/1921
steig stjórn Kf. Drífanda örlagaríkt
spor í rekstri þess. Hún samþykkti
að hefja lán á salti til félagsmanna
og taka að tryggingu fyrir þeim lán-
um sex mánaða víxla.
18
Saltverðið var afráðið kr. 170,00
hver smálest.
Kaupfélagið stofnar innlánadeild
A hinum fyrsta aðalfundi kaupfé-
lagsins ,sem haldinn var 16. marz
1921, voru gerðar ýmsar smávægi-
legar breytingar á lögum félagsins í
samræmi viS lög Sambands íslenzkra
samvinnufélaga. Helztar voru breyt-
ingarnar við 8. grein félagslaganna,
sem fjallaði um varasjóð félagsins.
Þar voru þessi ákvæði sett inn í
greinina: „Hverjum félagsmanni er
heimilt að leggja svo mikið og oft,
sem hann vill, í sjóðinn (þ. e. inn-
lánadeildina). Heimilt skal þó stjórn
félagsins að takmarka inneign félags-
manna í sjóðnum.“ — Með þessum
ákvæðum var stofnað til sparifjár-
deildar við félagið til þess að skapa
því aukið veltufé og um leið aukna
kaupgetu.
ASalfundurinn samþykkir að
greiða félagsmönnum 10% arð af
viðskiptum þeirra við félagið fyrsta
starfsár þess, 1920/1921.
Tíminn leið og rekstur Kaupfélags-
ins Drífanda færðist drjúgum í auk-
ana.
Samábyrgð kaupfélaganna þyrnir í
augum
Akvæðin í lögum S.I.S. um sam-
ábyrgð kaupfélaganna var félags-
mönnum Kf. Drífanda áhyggjuefni,
eins og ég gat um.
í bréfi til S.Í.S. dags. í apríl 1922,
benti kaupfélagsstjórinn á það, sam-
BLIK
J