Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 145
gestum er borið kaffi. Dúk þennan
átti frú Kapitóla Jónsdóttir frá Hlíð
I nr. 4) við Skólaveg. Hún var gift
Jóni Þorleifssyni, bifreiðarstjóra, og
dóttir Hlíðarlijónanna, frú Þórunn-
ar Snorradóttur og Jóns Jónssonar.
681. Borðdúkur. Þennan skraut-
lega borðdúk áttu héraðslæknishjón-
in í Landlyst, Þorsteinn Jónsson og
frú Matthildur Magnúsdóttir. Héraðs-
læknirinn, „Þorsteinn Eyjakarl“,
eins og hann var stundum nefndur
sökum hins mikla valds síns í byggð-
inni, var virktavinur H. J. G. Schier-
becks landlæknis (1883—1895). Þessi
danski landlæknir í Reykjavík gaf
héraðslæknishjónunum dúkinn, þeg-
ar hann flutti til Danmerkur árið
1895.
Dótturdætur læknishjónanna, frú
Matthildur og frú Rebekka Agústs-
dætur frá Valhöll Gíslasonar og k. h.
Guðrúnar Þorsteinsdóttur, gáfu
Byggðarsafninu dúkinn.
682. Borðdúkur. Þessir dúkar
voru gjörðir í minningu 1000 ára
afmælis alþingis árið 1930 og seldir
í verzlunum. Þennan dúk áttu hjónin
í Hlíð (nr. 4) við Skólaveg, frú Þór-
unn Snorradóttir og Jón útvegsbóndi
Jónsson. Frú Ásta dóttir þeirra (Sól-
hlíð 6) gaf Byggðarsafninu dúkinn.
683. Dúkur, hvítur, útsaumaður.
Þennan dúk saumaði frú Fríður Lár-
usdóttir frá Búastöðum, þegar hún
var 12 ára eða árið 1892. Hún gift-
ist Sturla Indriðasyni frá Vattanesi.
Frú Lára, dóttir þeirra hjóna, gaf
Byggðarsafninu dúkinn.
684. Dúkur, heklaður. Þennan
dúk heklaði frú Þóra Jónsdóttir í
Dalbæ (nr. 9) við Vestmannabraut
og gaf hann Byggðarsafninu.
685. Gólfteppi. Þetta eru leifar af
gömlu gólfteppi, sem frú Sigríður
Árnadóttir í Frydendal og vinnukon-
ur hennar spunnu veturinn 1880.
Bandið var ýmist látið halda sauðar-
litnum eða litað jurtalitum úr Vest-
mannaeyjum. Síðan var slyngasti
vefari í Eyjum, Pétur bóndi Bene-
diktsson í Eystra-Þórlaugargerði,
fenginn til að vefa teppið. Það var
síðan á stofugólfi í Frydendal eða
„Húsinu“, eins og það var nefnt á
máli Eyjabúa, fram undir aldamót
og þá orðið slitur, sem hér geymast
leifar af. - Sigfús M. Johnsen, fyrrv.
bæjarfógeti, sonur frú Sigríðar
Árnadóttur, geymdi lengi þessar leif-
ar af tóskaparstarfi móður sinnar og
gaf þær síðast Byggðarsafninu.
686. Gólfmotta, sem frú Una
skáldkona Jónsdóttir brá á sínum
tíma og gaf Byggðarsafninu. Svona
gólfþófar voru ekki óalgengir um
árabil á vestmanneyskum heimilum
og þóttu „stofuprýði“.
10. kafli
Mjólkurvinnslutæki
„Að breyta mjólk í mat"
Frá upphafi byggðar í Vestmanna-
eyjum hafa Eyjamenn haft einhverja
mj ólkurframleiðslu.
Eftir að „ræktunaröldin“ í Vest-
mannaeyjum gekk í garð, en hún átti
sér stað á árunum 1926-1940, þá
höfðu margir heimilisfeður 1-2 kýr.
Alls urðu mjólkandi kýr í Eyjum á
15LIK
143