Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 42
ekkert, hafa myndast hagsmunaand-
stæður innan félagsins, sem eigi
verða jafnaSar á annan hátt en meS
skiptingu.“
Miklar umræSur áttu sér staS um
tilögu þessa. Hinn fráfarandi fram-
kvæmdastjóri gat þess, aS SigurSur
Kristinsson, forstjóri S.I.S., væri
meSmæltur slíkum skiptum á félag-
inu, og skoraSi á formann kaupfé-
lagsins aS bera upp tillöguna þegar í
staS til samþykktar.
Þá bar GuSmundur stjórnarmaSur
SigurSsson frá HeiSardal upp þessa
breytingartillögu viS tillögu hins frá-
farandi framkvæmdastjóra: „Fund-
urinn samþykkir, aS KaupfélagiS
Drífandi starfi óskipt til næsta aSal-
fundar og tillaga Isleifs Högnasonar
o. fl. verSi þá tekin til umræSu.“
„Breytingatillaga þessi var síSan
borin upp til atkvæSa og samþykkt
meS % hluta fundarmanna gegn þíj,
sem atkvæði greiddu,“ segir í frum-
heimild.
Um haustiS 1. okt. 1930 hóf Bjarni
Jónsson störf í skrifstofu kaupfélags-
ins og starfaSi meS stjórnarmönnum
aS athugun á skuldum félagsmanna
og greiSslugetu þeirra.
I desember (1930) tjáSi formaður
kaupfélagsins félagsstjórninni þá á-
kvörðun forstjóra S.I.S., aS Sam-
bandiS mundi ekki lána Kaupfélag-
inu Drífanda neinar vörur eftir næstu
áramót (1930/1931). Þessi tilkynn-
ing forstjórans kostaði félagsstjórn-
armenn nokkrar ferðir til Reykjavík-
ur á fund forstjórans, og býsna mörg
símtöl.
Jafnframt var rætt viS bankastjóra
Utvegsbankans í Eyjum (Viggó
Björnsson) um rekstrarlán til handa
kaupfélaginu. NiSurstaSan af þess-
um umræðum og ráðagerðum varS
sú, aS forstjóri S.I.S. afréð að halda
áfram að lána kaupfélaginu vörur
gegn tryggingu. Þá samþykkti banka-
stjórinn jafnframt aS lána kaupfélag-
inu fé út á afurðir eins og öðrum,
sem þær hefðu til veðsetningar.
Eftir áramótin 1931 hélt svo rekst-
ur og starf kaupfélagsins áfram eins
og ekkert hefði í skorizt, en þó meS
meiri gætni um öll lánaviðskipti og
meiri kröfur um auknar tryggingar
fyrir skuldum og lánum, ekki sízt
lánum til útgerðar.
Endurskoðandi frá S.I.S. starfaði
að því öðru hvoru fyrri hluta árs
1931 að endurskoða reikninga kaup-
félagsins og gera sér grein fyrir
rekstri þess og fjárhag. Mikill halli
hafði orðið á rekstri félagsins árið
1930. I viðtali við stjórnarformann
kaupfélagsins og hinn nýja fram-
kvæmdastjóra þess lét forstjóri
S.Í.S. í ljós þá skoðun sína, að starfs-
fólk kaupfélagsins væri allt of margt,
svo að vonlaust væri, að reksturinn
gæti borið sig með ekki meiri veltu.
Leiddi þetta viðtal til þess, að öllu
starfsfólki kaupfélagsins nema hin-
um nýráðna kaupfélagsstjóra var
sagt upp starfi (1931) með þriggja
mánaða uppsagnarfresti.
Hinn 15. ágúst (1931) hélt stjórn
kaupfélagsins aðalfund fyrir árið
1930. Ymsir höfðu hugsað til þessa
fundar með nokkrum spenningi.
40
BLIK