Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 31
þaer virtust hverfa með öllu af heim-
ilunum.
Þessa sögu hlýt ég að skrá hér til
þess að draga fram í dagsljósið smá-
dæmi um það, hvernig liægt var að
hræra í trúhneigðu og fáfróðu fólki á
þeim árum (er það e. t. v. þannig
enn? ) og tæla það til fylgis við hin-
ar heimskulegustu fjarstæður.
Blaðagreinar, sem vöktu athygli.
Dregur að örlagastundu
I blaðinu Vikunni í Eyjum birtist
6. apríl 1929 löng grein eftir ritstjór-
ann. Hún heitir Social-Demókratar
og Kammúnistar. Þar er rætt um
þessa tvo arma verkalýðshreyfingar-
innar og dreginn fram munurinn á
stefnunum og manngerðunum, sem
þar eru í fararbroddi — manntegund-
unum. Þarna stendur skrifað: „Soci-
al-Demókratar byggja allar sínar
vonir á þingræðisleiðinni. Þeir halda
því fram, að jafnaðarmenn þurfi að-
eins að ná meiri hluta á þingi, þá
geti þeir smátt og smátt með lög-
gjöfinni breytt þjóðskipulaginu frá
Kapitalisma til Socialisma. Breyting-
ar allar eiga að vera hægfara, segja
þeir, og bylting, snögg breyting, get-
ur aldrei komið til mála. Eignir auð-
manna á ríkið að kaupa eftir sann-
gjörnu mati. Við kommúnistar berj-
umst að sönnu fyrir því að koma
okkar mönnum inn á þing, sökum
þess að við viljum ekkert tækifæri
láta ónotað til að andæfa Kapital-
ismanum, hvar og hvenær sem er, en
við erum þess fullvissir, að eftir
þingræðisleiðinni verður aldrei kom-
izt alla leið að markinu ... Að telja
sjálfum sér trú um, að jafnstórfelld
breyting og hér ræðir um, geti farið
fram rólega og hljóðalaust, er blekk-
ing; það er að stinga höfðinu niður
í sandinn eins og sagt er að strútur-
inn geri .. .
Afstaða Kommúnista er skýr og
ákveðin. Enga sætt við núverandi
skipulag, ekkert kvik frá marki því,
sem Marx hefur bent á og rússneskir
Kommúnistar hafa sýnt, að fært er
að ná ...“
Þessi byltingarandi í greinum
Vestmannaeyjablaðsins Vikunni
vakti ýmsar áleitnar spurningar. Var
einhver breyting í aðsigi innan Al-
þýðuflokksins? Var klofningur fyr-
irhugaður hjá nokkrum hluta hans?
Jafnhliða þessum kommúnistisku
greinum í Vikunni í Eyjum þá birti
Haukur nokkur Björnsson, sonur
Baldvins Björnssonar gullsmiðs,
hverja greinina eftir aðra í sama
blaði um ágæti kommúnismans í
Rússlandi, sem hann hafði kynnzt í
Rússlandsferð sinni þá fyrir skömmu.
H. B. var þá starfsmaður Kf. Dríf-
anda. Þess vegna vöktu þessi skrif
hans mun meiri athygli í bænum.
Um Rússlandsför H. B. lesum við
þetta m. a.:
„Andstæðingarnir segja, að leið-
irnar skilji með sér og jafnaðar-
mönnum, þegar á að ganga á raun-
verulegt frelsi. Það er satt. Jafnaðar-
menn fylla flokk þeirra, sem ganga á
frelsið . ..“
Vikan 7. nóv. 1929: „Innan Al-
þýðusambands Islands hafa mörg
blik
29