Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 196
tveimur árum. Þeir Páll, Sigurður
og Jóhannes unnu allir til verðlauna
á þessu stórmóti I.S.I Rétt er að geta
þess, að á þessu móti átti stangar-
stökk að falla niður en framkvæmd-
arnefnd mótsins fékk Friðrik Jesson
til að sýna stökkið, ef það mætti
verða til þess að vekja áhuga hjá
Reykvíkingum á þessari íþróttagrein,
en Friðrik var methafi í stangar-
stökki. Vakti Friðrik geysilega at-
hygli hjá áhorfendum og hrifningu
þeirra.
Arið 1927 gerðist Jóhannes lög-
regluþjónn í Vestmannaeyjum og
gegndi því starfi í hartnær 36 ár.
Fyrstu 16 árin var hann á næturvakt
og var vinnutíminn 10 til 14 stundir
á sólarhring. Skyldustörfin voru hon-
um jafnan ríkari í huga en launin
fyrir þau.
Löggæzla í Vestmannaeyjum,
stærsta útgerðarbæjar landsins, var
enginn barnaleikur, sérstaklega fyrr
á árum, þegar algengt var, að menn
litu á störf lögreglunnar sem óþarfa
og jafnvel fjandsamlega afskiptasemi.
Kom sér því vel, að Jóhannes hafði
marga þá kosti til að bera, sem
prýða lögreglumann. Hann var prúð-
ur í framgöngu, ljúfur í viðmóti, en
fastur fyrir, og ef á reyndi, einstakt
hraustmenni í átökum. Það fór því
að líkum, að hann varð vinsæll og
farsæll í vandasömu starfi, og það
að leysa af hendi 36 ára lögreglustarf
án slysa og óhappa, er lán og ef til
vill meiri gæfa en margan grunar í
fljótu bragði.
Væri hann beðinn að segja frá
einhverju, sem á dagana hafði drif-
ið, sagði hann aðeins, að hann hefði
kynnzt góðu fólki og hvarvetna mætt
velvilja. Og væri minnzt á vofeiflega
hluti, sem hann hafði komið að,
sagði hann, að þeir hefðu aldrei
komið alvarlega við sig. Jóhannes var
fámáll um það eins og annað, enda
er það ein af dyggðum góðs lögreglu-
manns.
Laugardaginn 8. febrúar 1975, fór
fram bálför Jóhannesar í St. Marys,
en minningarathöfn um hann var
haldin í Háteigskirkju miðvikudag-
inn 12. febrúar. Jóhannes hvílir nú í
íslenzkri mold, en aska hans var jarð-
sett í Fossvogskirkjugarði 9. septem-
ber s.l. að viðstöddum hinum nán-
ustu hans.
Auk drengjanna tveggja, er létust
á barnsaldri vestur á Snæfellsnesi,
eru börn Jóhanesar af fyrra hjóna-
bandi þessi:
Jóhannes Albert, matsveinn, f. 21.
júlí 1925. Maki: Brynja Óskarsdóttir
Henriksen frá Sandey, Færeyjum.
Eru þau búsett í Reykjavík.
Grettir, bóndi, f. 11. febrúar 1927.
Maki: Fanney Egilsdóttir frá Skarði
í Þykkvabæ, en þau eru þar búsett.
Gréta, húsmóðir, f. 8. janúar 1929.
Maki: Haraldur Guðmundsson frá
Ólafsvík, þar sem hann er útgerðar-
maður og þau þar búsett.
Elínborg, húsmóðir, f. 27. apríl
1930. Maki: Henry Sielski jr., frá
San Antonio í Texas, en hann er lið-
þjálfi í þjóðvarðliði Kaliforníu og
eru þau búsett í bænum Barstow,
sem er í sama fylki.
194
B LIK