Blik - 01.06.1976, Side 163
tæki var notað til þess að skafa skóf
ur botni grautarpotta (sbr. frásögn
Jóns Thoroddsens um Hjálmar
tudda og skófnaát hans).
b39. Pottaskefill, pottaskafi, merkt-
ur G. V.
840. Pottaskefill. Hann var á sín-
um tíma sendur Byggðarsafninu af
vtni þess, sem þá bjó á Austfjörðum
og óskaði ekki að láta nafns síns get-
ið.
841. Pottkrókar. Þeir voru notað-
tr til þess að lyfta „eyrnapottum“ af
hlóðum eða eldavél. Þessir pottkrók-
ur eru mjög gamlir. Á fyrri öld voru
þeir notaðir í Nýjabæ hér á Eyju.
Þar bj uggu þá hjónin frú Steinvör
Jónsdóttir og Jónas bóndi Helgason.
Erú Jóhanna dóttir þeirra og maður
hennar, Sigurður Þorsteinsson, sjó-
rnaður, fengu byggingu á jörðinni
hftir daga gömlu hjónanna. Þau
bjuggu þar um tugi ára. Frú Jóhanna
gaf Byggðarsafninu pottkrókana.
842. Pottkrókar. Þessir eru með
járnhandfangi.
843. Pottkrókar með tréhand-
fangi.
844. Pottur, „þrífótur“, sem lengi
yar notaður í útieldhúsinu á einum
bænum í Gerði hér á Eyju. Þá áttu
P°tt þennan bóndahjónin Jón for-
rnaður Jónsson og kona hans frú
Ingibjörg Stefánsdóttir. Jón bóndi
var formaður á opna skipinu, tíær-
tngnum, Halkion. Jón bóndi Jónsson
(yngri) í Gerði erfði pottinn eftir
foreldra sína og svo dóttir hans, frú
Jónína húsfr. í Gerði, sem gaf hann
Byggðarsafninu.
845. Pottur, „kleinupottur“ „ema-
leraður“. Hjónin á Nýlendu (nr. 42)
við Vestmannabraut, frú Jenný Jak-
obsdóttir og Jón verkamaður Sveins-
son, gáfu hann Byggðarsafninu.
846. Pottur gjörður úr eirblendi.
847. Pottur, stór „þrífótur“. Þenn-
an pott áttu héraðslæknishjónin að
Kirkjuhvoli (nr. 65) við Kirkjuveg,
frú Anna P. Gunnlaugsson og Hall-
dór Gunnlaugsson.
„Þetta var sláturpotturinn þeirra
hjóna,“ sagði einn, sem þekkti vel
til læknisheimilisins. Erfingjar hjón-
ann gáfu Byggðarsafninu pottinn.
848. Pottur, lítill „emaleraður“
,,kleinupottur“. Pottinn áttu hjónin
í Stóra-Gerði, frú Sigurfinna Þórð-
ardóttir og Stefán formaður Guð-
laugsson.
849. Pottur, lítill og flatbotna.
850. Prímus, „eldunarprímus“ eða
„húsprímus“ til aðgreiningar frá
prímusum þeim, sem notaðir voru
til þess að hita upp glóðarhausa báta-
vélanna. Þessi prímus var notaður í
Bjarnarey um tugi ára ásamt potta-
grindinni nr. 837, sem potturinn var
látinn standa á, meðan maturinn var
soðinn. Þessi eldunartæki átti Lárus
Arnason bifreiðarstjóri frá Búastöð-
um. Hann var einn kunnasti lunda-
veiðimaður í Eyjum á sínum æsku-
og manndómsárum. I Bjarnarey lá
hann við hvert sumar í 40 ár ævi
sinnar. Hann gaf Byggðarsafninu
prímusinn.
851. Rúllupylsupressa. - Þessa
„pressu“ áttu hjónin á Hrauni (nr.
4) við Landagötu, frú Solveig Jónas-
blik 11
161