Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 173
929. Flaska undan Kínalífs-elixír,
sem var í daglegu tali fólks nefndur
Brami. - Þessi vökvi var danskur
,,bitter“, sem Valdimar Petersen
framleiddi og seldi í ríkum mæli til
laskninga alls kyns kvillum. Fólkið
hafði um sinn tröllatrú á þessum
danska vökva og voru erlendir lækn-
ar fengnir til þess að mæla með hon-
um í dönskum blöðum. Þau ummæli
voru síðan þýdd á íslenzku og birt í
íslenzkumn blöðum. Dr. T. Rodian í
Kristianíu skrifaði 3. sept. 1887:
„Hinn danski ,.bitter“ er afbragðs
matarlyf“. Og íslenzkir hagyrðingar
voru fengnir til að kveða lof um
„bitterinn“ og var sá kveðskapur
stundum birtur í íslenzkum blöðum.
Eg leyfi mér að birta hér tvær vísur,
sem birtust í íslenzku blaði árið
1886:
Alls kyns sótt ég áður var
og iðraverkum kraminn.
Mitt væri horfið heilsufar,
hefði ég ekki Braminn.
Jónas lækni og Lárus þá
legg ég og Tómas saman.
Með ánægju læt ég alla þá
eitt fyrir glas af Brama.
Ymsir íslenzkir læknar lögðust á
móti Bramanum. Hér mun sveigt að
Jónasi Jónassen, landlækni, Tómasi
Hallgrímssyni, kennara Læknaskól-
ans (í Reykjavík) og Lárusi Páls-
syni, smáskammtalækni, föður Ólafs
0. Lárussonar fyrrum héraðslæknis
1 Vestmannaeyjum.
Bramaflaska, eins og hún er sýnd,
var seld í búðum hér á landi á kr.
1,50 á árunum 1880-1890. Það hefur
verið 'býsna hátt verð þá.
930. Kokhlustar-sprauta (H. G.).
931. Kviðarholsskœri, notuð við
holskurðaraðgerð. (H. G.).
932. Kviðslitsbindi (H. G.).
933. Lœknistaska, hnakktaska
Halldórs héraðslæknis Gunnlaugs-
sonar. Hann notaði tösku þessa mán-
uðina, sem hann var héraðslæknir í
Rangárvallasýslu (frá ágúst 1905 til
marzm. 19061, en 1906 varð hann
héraðslæknir í Vestmannaeyjum til
dauðadags 16. des. 1924.
934. Raftœki til lækninga. Jónat-
an vitavörður Jónsson í Stórhöfða
var starfandi hómópati, þegar hann
var bóndi í Garðakoti í Mýrdal.
Hann flutti til Eyja árið 1910, þegai
hann réðst vitavörður á Stórhöfða.
Lítið bar á hómópatastarfi hans í
Eyjum, þó að margir Eyjabúar vissu
getu hans eða viðleitni í þá átt. Þetta
raftæki notaði hann eða lánaði sjúku
fólki, sem þurfti að hressa upp á
taugar sínar. Sjúklingurinn hélt um
hnúðana og fékk þannig rafstraum í
sig sér til styrktar, trausts og hugg-
unar.
935. Röntgentœki, tæki til gegn-
umlýsingar. Tæki þetta keypti hing-
að Ólafur Ó. Lárusson, héraðslækn-
ir, þegar hann hóf að reka „klinik“
sína í íbúðarhúsi sínu Arnardrangi
við Hilmisgötu (nr. 11). Þetta er
fyrsta lausa röntgentækið, sem hing-
að var keypt. Gefandi: Sjúkrahús
Vestmannaeyja, en það eignaðist
blik
171