Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 62
innt af hendi viS íbúðarbyggingu
þá, sem við höfðum baslað við að
koma upp á undanförnum fimm ár-
um.
Það stóð skýrum stöfum í bréfi
þessu „frá ráðuneytinu“, að það
hefði neyðzt til að víkja mér úr yfir-
skattanefndinni í kaupstaðnum fyrir
skattsvik þessi og þá auðvitað til-
burði til þjófnaðar, en í yfirskatta-
nefnd bæjarins hafði ég átt sæti og
starfað öðrum þræði í sjö undanfar-
in ár. Eg var þess fullkomlega vit-
andi, að ég hafði alltaf verið þar
fleinn í holdi stórgróðamannanna í
bænum öll þessi ár, sem ég starfaði
í yfirskattanefndinni, t. d. þing-
mannsins, sem nú var fjármálaráð-
herra þjóðarinnar, og sameignar-
manns hans, kaupmannsins og kon-
súlsins á Tanganum.
Það var vissulega ekki án vissra
kennda, að ég hlustaði á þennan
boðskap í bréfinu, heyrði hann les-
inn upp í eyru allra bæjarbúa, og
honum varpað út til nálægra sveita á
Suðurlandsundirlendinu. Þannig var
ég þá „fleginn lifandi“, eins og Karl
Einarsson árið 1924.
Og nú fannst mér ég vera sviptur
mannorði mínu og æru með efni
þessa bréfs og boðskap, lesnum í
eyru almennings.
Upplesari þessa skattsvikabréfs
fullyrti, að höfundur bréfsins væri
„ráðuneyti“. Hvaða ráðuneyti? -það
hlaut að vera fjármálaráðuneytið,
þar sem um skattamál var rætt og
starf mitt í skattanefnd. Enda var
„höfuðið“ þar sjálfur þingmaður
60
Vestmannaeyjakjördæmisins í allri
sinni dýrð og mekt. Og nú skyldi
flokkur hans vissulega fá að njóta
hins virðulega embættis hans og að-
stöðu til valda og valdbeitingar. —
Æruskertur skyldi ég verða að koma
fram fyrir nemendur mína m. a. að
kosningahryðjunni lokinni. Það yrði
mér þung raun. Og ef til vill gæti
það ráðið aganum í skólanum að
fullu. Gætu ungmennin virt og metið
kennslu, lög og reglur manns, sem
væri yfirlýstur skattsvikari og þjóf-
ur, og svo rekinn úr trúnaðarstarfi
hjá ríkinu fyrir þessa lesti? Og voru
ekki sterkar líkur fyrir því, að Eyja-
búar veittu ekki slíkum vandræða-
manni og óþokka brautargengi til
setu í bæjarstjórn kaupstaðarins? -
Nei, það voru vissulega engir Magga-
donar, engir Ærutobbar, engir fjöru-
lallar, sem leyfðu sér að skrifa svona
æruskerðandi bréf gegn lögum og
rétti og láta þjóna sína lesa upp í
eyru almennings og útvarpa andstæð-
ingum til æruskerðingar og álitstjóns.
Og svo var hér ótvírætt um gróft
lagabrot að ræða jafnframt. Það er
vitað, að í refsilögum þjóðarinnar
eru skýr ákvæði um það, að embætt-
ismönnum hennar og öðrum trúnað-
armönnum skattstarfanna í landinu
er með öllu ogalgjörlegaóleyfilegt að
flíka nokkru því, sem þeir verða á-
skynja um eða varðar störf þeirra og
leynt skal fara, svo sem skattafram-
töl og álagning skatta. En það er
hins vegar vitað, að í embættis-
mannakerfi landsins hafa ávallt
leynzt menn, sem skirrast ekki við
BLIK