Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 90
blaöamanna líka heima í kaupstaðn-
um. Aróðurinn gat þá orðið bitur
og sár og kostað töluvert.
Dómurinn fellur
Fulltrúi bæjarfógeta, sem hafði
einskonar „prókúru“ eða umboð frá
dómsmálaráðuneytinu til þess að fella
dóma í ýmsum málum í kaupstaðn-
um án afskipta bæjarfógeta, lauk nú
loks við að fella dóm í meiðyrðamáli
fjármálaráðherra gegn Þ. Þ. V. Þá
kom í ljós, að afla mátti ríkissjóði
tekna með því að háttsettir embætt-
ismenn ríkisins gerðu sér það til
dægrastyttingar að ærumeiða þegn-
ana af tilefnislausu og gegn gildandi
landslögum. Eg var dæmdur til að
greiða ríkissjóði kr. 1000,00 fyrir þá
bíræfni eða ósvífni að svara ráðherr-
anum fullum hálsi, þó að hann gerði
sér það til gamans að reyna að svipta
mig ærunni. Jafnframt var ég dæmd-
ur til að greiða honum sjálfum kr.
400,00 í málskostnað. Samtals nam
þessi greiðsla tæpum hálfsmánaðar-
launum mínum, eins og föst laun
mín voru þá.
Og hvað hafði ég svo til saka unn-
ið? Eg hafði fórnað eigin fjármun-
um í vandræðum mínum til þess að
gagnfræðaskólinn gæti eignast nauð-
synlegt tæki til að efla félagsstörfin
í skólanum, sem áttu að auka áhrif
hans í uppeldisstarfi stofnunarinnar.
1 öðru lagi leitaðist ég við af fremsta
megni að ná valdaaðstöðu, svo að ég
gæti hindrað það, að byggingarfram-
kvæmdirnar við gagnfræðaskólahús-
ið yrðu stöðvaðar í miðjum klíðum.
88
Ég hrósaði happi að hafa ekki
ráðið mér málafærslumann. Ég vissi
deili á kerfinu og þekkti allt mitt
heimafólk, vissi fyrirfram, hvernig
dómurinn myndi falla.
Ég sendi þér, frændi minn, afrit
af bréfum mínum til dómsmálaráðu-
neytisins, þegar ég reyndi eftir megni
að sækja rétt minn í skaut þess:
Vestmannaeyjum, 12. des. 1950.
Með bréfi dags. 25. júlí s.l. til yð-
ar, tjáði ég yður, að formaður Sjálf-
stæðisflokksins hér, Guðlaugur Gísla-
son, kaupmaður, Skólavegi 21 hér í
bæ, hefði á almennum framboðs-
fundi 27. jan. s.l. lesið upp bréf, sem
hann sagði vera frá „ráðuneytinu“
og fjallaði um skattamál mín.
1 þessu bréfi mínu til yðar beidd-
ist ég þess, að þér létuð fram fara
réttarrannsókn í máli þessu, hver
væri höfundur bréfsins, hvernig
hann hafði fengið efnið í bréfið,
hvort bréfið var upphaflega sent
nefndum Guðlaugi til upplesturs á
fundinum eða hvort annar maður
hefði lánað honum það, t. d. skatt-
stjórinn hér, til upplesturs í eyru al-
mennings.
Bæjarfógetinn hér hefur tjáð mér,
að þér hafið fyrirskipað rannsókn í
máli þessu og að rannsókn hafi farið
fram. Hinsvegar hefur bæjarfóget-
inn neitað mér afdráttarlaust um að
fá að kynnast því, sem fram fór í
þessum réttarhöldum og að fá lesið
yfir það, sem skráð kann að hafa
verið í þeim. Mánuðir munu liðnir,
síðan þessi réttarhöld fóru fram, og
BLIK