Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 26
En hinn hreini ágóði af rekstri þess-
um nam aðeins kr. 10.034,00 sökum
hinna miklu afskrifta af útistandandi
skuldum.
Sökum þessara miklu tapa á láns-
viðskiptum var afráðið að gera breyt-
ingu á skipulagi kaupfélagsins. Breyt-
ing sú á rekstrarháttum þess var
gjörð haustið 1928. Þá var kaupfé-
laginu skipt í tvær deildir og reglu-
gjörð samin fyrir hvora deild. Onn-
ur deildin var lánadeild, ætluð út-
gerðarmönnum til þess að veita þeim
vörulán gegn tryggingu í ófengnum
afla ,óveiddum fiski. Ur þessari deild
fengu þeir einir lánaðar vörur og
peninga, sem uppfylltu eftirfarandi
skilyrði:
a) Voru skuldlausir við kaupfélag-
ið, þegar stofnað var til lánanna við
deildina og höfðu jafnframt gert við-
hlítandi samninga við hana um
skuldaskil.
b) Höfðu fyrirfram sett kaupfélag-
inu tryggingu í afla eða öðrum fisk-
afurðum, sem þeir höfðu eða kynnu
að fá, fyrir væntanlegum skuldum
sínum við það, eins og það var orð-
að.
Sérstakur deildarstj óri skyldi ráð-
inn að þessari lánadeild.
Lánadeild þessi skyldi hafa sér-
stakt bókhald. Henni var óheimilt
að taka lán eða stofna til skulda
nema við sjálft kaupfélagið.
Vörudeild þessi eða lánadeild
skyldi annast vörupantanir fyrir við-
skiptamenn sína og annast sölu á af-
urðum þeirra. M. a. skyldi lifrar-
bræðsla kaupfélagsins rekin á henn-
ar vegum. Jagnframt skyldi hún
kaupa fiskbein af útgerðarmönnum,
annast þurrkun á þeim og sölu.
Jafnhliða lánadeild þessari rak
svo kaupfélagið venjulega söludeild,
þar sem viðskiptavinir fengu keypt-
ar „vörur við vægu verði gegn stað-
greiðslu“, eins og segir orðrétt í 1.
grein reglugerðarinnar fyrir deild
þessari. Sjálfur framkvæmdastjórinn
skyldi verða hér deildarstjóri.
Arið 1928 nam hreinn tekjuaf-
gangur af rekstri kaupfélagsins kr.
31.326,12, og námu allir sjóðir fé-
lagsins kr. 140.806,75 í árslok. Á
þeim árum var þetta fúlga fjár. Og
hafði þó mikið af lánum tapazt eða
verið afskrifað.
Veður tóku að gerast vólynd
Eins og ég hef áður drepið hér á,
þá voru forgöngumenn Verkamanna-
félagsins Drífanda og Kaupfélagsins
Drífanda Alþýðuflokksmenn, a. m. k.
að mjög miklum hluta. Sumir þeirra
voru einnig bæjarfulltrúar flokksins.
Þessir sömu menn stóðu að út-
gáfu vikublaðs, sem þeir létu heita
svo, að Verkamannafélagið Drífandi
gæfi út. Það hét Eyjablaðið og hóf
göngu sína 26. september 1926.
Skráðir ritstjórar þess voru starfs-
menn hjá Kaupfélaginu Drífanda,
a. m. k. tveir þeirra þá, en þrír önn-
uðust ritstjórnina. Allir voru ritstjór-
arnir róttækir í þátíðarmerkingu
orðsins. Þó töldu þeir sig einlæga
fylgjendur Alþýðuflokksins lengi vel
og styrktu hann í orði og verki.
En einhver breyting virtist vera í
24
BLIK