Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 194
EMMA T. HANSEN
Jóhannes J. Albertsson, lögregluþjónn
Hinn 4. febrúar 1974, lagði Jó-
hannes J. Albertsson, fyrrverandi
lögregluþj ónn í Vestmannaeyjum,
upp í ferðalag, ásamt eiginkonu sinni,
Mörtu Pétursdóttur, og var ferðinni
heitið til annarrar heimsálfu eða nán-
ar til tekið til St. Marys, sem er ein
af útborgum Sydneyjar í Ástralíu. I
St. Marys dvöldust þau hjá dóttur
sinni, er þar býr, allt til þess dags að
Jóhannes £mdaðist, 4. febrúar 1975,
réttu ári eftir að hann leit fósturjörð-
ina síðast augum.
Jóhannes var fæddur að Syðri-
Kárastöðum á Vatnsnesi í Vestur-
Húnavatnssýslu þann 19. nóv. 1899.
Foreldrar hans voru Jóhann Albert
Stefánsson bóndi þar og kona hans
Dagmey Sigurgeirsdóttir.
Jóhannes naut ekki langrar vistar
í foreldrahúsum. Hann var fimm ára
gamall, þegar sorgin barði að dyrum.
Elzti bróðirinn, Björn Líndal, lézt af
slysförum. Sá missir varð móður
þeirra ofraun og missti hún heilsuna
og átti síðan skammt ólifað. Þá um
haustið fór Jóhannes að Melstað í
Miðfirði til séra Þorvaldar Bjarna-
sonar og Sigríðar konu hans, og tóku
þau hann í fóstur. Dvöl Jóhannesar
þar varð þó skemmri en fyrirhugað
var, því að á öðrum vetri hans þar
fórst séra Þorvaldur í Hnausakvísl.
Vorið eftir fór Jóhannes að Uti-
bleiksstöðum og þar ólst hann upp.
Þá bjó þar roskinn bóndi Jóhannes
Jóhannesson ásamt konu sinni og
svo börnum, eftir að hún féll frá. Var
þar reglu- og myndarheimili, jörðin
vel setin, búið gagnsamt, auk þess
sem nokkur hlunnindi fylgdu jörð-
inni, bæði útræði og selveiði.
Þegar Jóhannes komst á legg, varð
hann snemma mikill um herðar, ýtur-
vaxinn og vel að sér um marga hluti,
lagvirkur og mikilvirkur, enda karl-
menni að burðum. Farkennsla var í
sveitinni og naut Jóhannes þar til-
sagnar í þrjá vetur og varð það hans
skólanám. Samt náði hann að skrifa
fagra rithönd, auk þess sem hann öðl-
aðist þekkingu af lestri góðra bóka,
en það var löngum hans tómstunda-
iðja.
Arið 1923 kvæntist Jóhannes
Kristínu Sigmundsdóttur frá Hamra-
endum í Breiðuvík á Snæfellsnesi.
Þegar hér var komið sögu, hafði Jó-
hannes sótt sjó á vetrarvertíðum frá
Suðurnesjum og Vestmannaeyjum.
Árið 1925 fluttu þau hjónin til Vest-
mannaeyja og dvaldi Jóhannes þar
192
B LIK