Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 128
við Julíushaabverzlun orti minning-
arljóð eftir G. G. Bj. eins og svo
marga aðra samdvalarmenn sína í
Vestmannaeyjum á síðustu öldinni.
Þar er þetta erindi:
Hann bar létta lundu
lífs um æviskeið;
glaður hér á grundu
gekk ráðvandra leið;
trúr sem ætíð áður var,
yfir meir er settur þar,
sem ást til manna aldrei dvín
og eilíf náðarsólin skín.
V
Jón Gíslason, Ármótum
Þegar þau hjónin Helga og Gísli
höfðu búið í Vestmannaeyjum tvö
ár, fæddist þeim sonur, sem varð
aldraður maður og kunnur athafna-
og atorkumaður í fæðingarbæ sín-
um, þó að hann léti jafnan ekki mik-
ið yfir sér eða á sér bera. Það var
Jón heitinn Gíslason á Armótum (nr.
14) við Skólaveg. Af mínum sjónar-
hóli séð var hann fyrst og fremst lið-
tækur aðili í félagsmálum útgerðar-
manna, áhrifaríkur og skilningsgóð-
ur á gildi verzlunarsamtaka þeirra
og viðleitni alla til efnalegs sjálf-
stæðis. Hann vann að þeim málum
við Kaupfélagið Fram um árabil af
trúmennsku og tryggð við málstað-
inn. (Sjá grein í Bliki 1974 um
Samvinnusamtökin í Vestmannaeyj-
um, bls. 68).
Jón Gíslason á Armótum var f. 4.
jan. 1888. Hann lézt árið 1970, 82
ára að aldri.
VI
Hjónin Helga og Einar
Árið 1902 (5. jan.) giftist Helga
Guðmundsdóttir öðru sinni. Seinni
maður hennar var Einar Halldórsson
bónda á Raufarfelli undir Eyjafjöll-
um.
Hjónin Einar Halldórsson og
Helga Guðmundsdóttir hófu búskap
í Hvammi við Kirkjuveg (nr. 41),
húsinu, sem síðar varð læknisbú-
staður í kauptúninu, nú kallaður
Langi-Hvammur til aðgreiningar frá
hinum þrem, sem bera enn Hvamms-
nafnið. (I þessu húsi settust þau að
héraðslæknishjónin, Halldór Gunn-
laugsson og Anna kona hans árið
1906, er Halldór gerðist héraðslækn-
ir Eyjabúa og sjúkrahússlæknir
Frakka, sem þá byggðu sjúkrahús í
Eyjum).
Brátt hófu hjónin Einar og Helga
að byggja sér ibúðarhús. Þau byggðu
húsið Sandprýði í Þykkvabænum
vestan Bárustígs (nr. 16 B).
Einar Halldórsson var á sínum
tíma kunnur sjómaður og útgerðar-
maður í kauptúninu. Hann réri síð-
ast með Sigurði Sigurðssyni for-
manni og aðaleigenda vélbátsins Is-
lands V E 118, - Sigurði í Fryden-
dal. Þeir áttu bát þennan saman og
var Einar háseti hjá Sigurði.
Hinn 10. janúar 1912 átti sér stað
hið mikla og átakanlega slys í Vest-
mannaeyjahöfn. Oskaplegt austan-
veður dundi yfir og vélbátarnir á
hinni óvörðu höfn voru í mikilli
hættu. Þar lá vélháturinn Island und-
ir áföllum. Skipshöfnin sá sig knúða
126
BLIK