Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 100
um þá ætlan mína, að kæra hann og
réttarfarið í kaupstaðnum fyrir
dómsmálaráðuneytinu og tjá því,
hverju ég hefði orðið vitni að, þar
sem héraðsdómslögmaðurinn leyfir
sér að falsa réttarskjöl fyrir framan
nefbroddinn á sjálfum dómaranum.
Jafnframt kæru þessari tjáði ég hon-
um, að ég ætlaði að skrifa grein í til-
nefnt bæjarblað í kaupstaðnum og
tjá þar Eyjamönnum, hverju ég hefði
orðið vitni að í bæjarþinginu og
hvers þeir mættu vænta, ef vildar-
vinir dómarans, lögfræðingar að hans
skapi, ættu þar hlut að máli.
Þegar ég hafði þannig létt á mér,
sljákkaði í dómaranum og hann varð
hinn ljúfasti í viðmóti. Það vissi ég
að var „kápan á báðum öxlum“.
Málalyktir urðu þær, að máli
þessu var vísað frá sökum enda-
leysu í hugsun og galla á orðalagi.
Hins vegar voru kröfur mínar um
sektir vegna tilraunar til skjalaföls-
unar ekki teknar til greina. Samt
hlógum við og skemmtum okkur dá-
samlega, kunningjarnir.
Eg skrifaði síðan blaðagrein og
lýsti reynslu minni af réttarfarinu í
kaupstaðnum. Greinina kallaði ég:
Bœjarþing Vestmannaeyja er virðu-
leg stojnun. (Sjá Framsóknarblaðið
6. júní 1951).
Þriðja lota
Onnur stefna.
Og aftur geigaði
Eins og ég hef tekið fram, frændi
minn, þá er háskólapróf í lögfræði
98
ekki einhlítt. Það skal ég nú aftur
sanna þér.
Og svo var þá stefnt á ný í máli
þessu. Mig langar til að leggja á
það áherzlu, frændi minn góður, að
ég vissi aldrei til þess, að stefnandi,
brauðgerðarmeistarinn, umbjóðandi
héraðsdómslögmannsins, væri telj-
andi vínneytandi, og mér hafði
aldrei komið til hugar nein slík
brigslyrði í hans garð. Þetta sagði
ég brauðgerðarmeistaranum einslega,
því að við vorum góðir kunningjar
og þekktumst vel. En nú var það
pólitíkin, sem réði lögum og lofum
og flokksforustan þurfti að svala sér
einhvernveginn fyrir hrakfarirnar í
bæjarstjórnarkosningunum 29. jan.
1950.
I trausti þess, að dómarinn hefði
ekki tapað hinni ríku réttlætiskennd
sinni og óhlutdrægni í dómum! Þá
var konu minni enn fært afrit af
stefnu, þar sem ég var fjarverandi
við skyldustörf. Það varð þannig
oftast hennar hlutskipti að kvitta fyr-
ir stefnurnar, þegar stefnuvottana
bar að garði. Og þeir höfðu orð á
því síðar, hversu hún tók við þeim
ljúflega og umyrðalaust, því að
heimsóknir þessara manna og stefnu-
afhendingar kostuðu stundum skút-
yrði og illsku, svo að ekki sé meira
sagt.
Og nú fór heldur báglega fyrir
héraðsdómslögmanninum eins og
fyrri daginn. Hann gleymdi að skrifa
undir stefnuna f. h. umbjóðenda
síns, brauðgerðarmeistarans. Þessa
gleymsku hans notfærði ég mér
BLIK