Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 150
722. Bitakassi. Hann er merktur
J. S.
723. Bollapar. Þetta er nálega 90
ára gamalt bollapar, sem heimasætan
á Búastöðum, Fríður Lárusdóttir
hreppstjóra og bónda Jónssonar,
fékk í fermingargjöf 26. maí 1894.
Frú Lára Sturludóttir gaf Byggðar-
safninu bollaparið, en hún erfði það
eftir foreldra sína, hjónin frú Fríði
og Sturla Indriðason frá Vattarnesi.
724. Bollapar. Þetta rósótta bolla-
par átti frú Néríður Ketilsdóttir og
frú Geirdís Arnadóttir í Sjóbúð
við Heimatorg. Frú Néríður var eft-
irsótt saumakona á sinni tíð og sú
einasta, sem saumaði peysuföt í Vest-
mannaeyjabyggð fyrstu tugi aldar-
innar.
725. Borðhnífur lítill úr málm-
blendi, bæði skaft og blað. Hnífur
þessi er mjög gamall og sagður frá
árum Niels Nikolai Bryde hér í Eyj-
um. Sonur hans, Johan Peter Thor-
kelin Bryde, notaði hnífinn, þegar
hann dvaldist hér við verzlun sína á
sumrum á árunum 1879—1910. Þetta
var ættargripur „Brydanna“.
726. Brauðhnífur, brauðskurðar-
hnífur. Þennan brauðhníf áttu hjón-
in í Skuld (nr. 40) við Vestmanna-
braut, frú Margrét Jónsdóttir og
Stefán formaður og útgerðarmaður
Björnsson.
727. Brauðhnífur. Þennan brauð-
hníf áttu hjónin í Skálholti (nr. 43
við Urðaveg), frú Sigríður Einars-
dóttir og Gísli Magnússon, útgerðar-
maður og formaður.
Brauðhníf þennan eignaðist Elli-
heimilið að Skálholti (nr. 43) við
Urðaveg eftir daga hjónanna, og
þaðan barst hnífur þessi Byggðar-
safninu að gjöf.
728. Brauðhnífur.
729. Brauðhnífur. Ekki er vitað,
hver þennan brauðhníf átti. Þessir
brauðhnífar þóttu mikið þarfaþing á
fjölmennum útgerðarmannaheimil-
um hér í Eyjum á fyrstu áratugum
vélbátaútgerðarinnar, þegar sjómenn
og landverkafólk bjuggu heima hjá
útvegsbændum og höfðu þar fæði og
alla aðhlynningu.
730. Burðarskrína. Svo hétu þess-
ir „kassar" í daglegu tali fólksins.
Burðarskrínan var notuð til þess að
bera í heim á bakinu ýmis konar búð-
arvarning, þegar engin voru farar-
tækin í kauptúninu, og engar töskur
eða önnur innkaupaílát áttu sér stað.
Þetta er burðarskrína ætluð fullorðn-
um karlmanni. Burðarskrínur, sem
ætlaðar voru unglingum, voru mun
minni. I burðarskrínunni var band,
t. d. kaðall eða reiptagl, sem brugðið
var yfir öxlina. Á eggjatökutímum
á vorin var burðarskrínan notuð í
Úteyjum til þess að safna í hana
eggjum.
Burðarskrínu þessa gaf Byggðar-
safninu frú Kristbjörg Einarsdóttir,
ekkja Guðmundar sjómanns Jónsson-
ar, en þau hjón bjuggu um árabil í
Málmey (nr. 32) við Hásteinsveg.
Guðmundur Jónsson fluttist til Eyja
árið 1903 og stundaði hér sjó 40-50
ár. Hann lézt árið 1953 og þá hátt á
áttræðisaldri.
731. Diskur. Þessi diskur er 90
148
BLIK