Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 166
Grímsdóttur og Guðjóns líkkistu-
smiðs Jónssonar. Skeiðin er sögð
mjög gömul.
873. Teskeið. Hún fannst í jörðu
suður af Oddstaðabæjum. Finnandi
og gefandi er frú Guðbjört Guð-
bjartsdóttir húsfr. á Einlandi.
874. Tréskál, stór, gjörð úr rótar-
viði. — Þegar fyrsta konungsverzlun-
in í Vestmannaeyjum, einokunar-
verzlun hins danska einvalds, sem
stofnuð var árið 1552, var seld fjór-
um kaupmönnum í Kaupmannahöfn
árið 1600, voru þar meðal annarra
tækja 11 tréskálar, sem seldar voru
kaupmönnum með öðrum gögnum
og tækjum verzlunarinnar. Þessi skál
mun vera ein þeirra. Hún fannst í
einu verzlunarhúsi Brydeverzlunar-
innar í Eyjum á s. 1. öld og var síðan
ávallt geymd þar sem helgur gripur
til minja um liðna tíð. Síðast hékk
s'kál þessi undir súð á lofti Korn-
loftsins á Skansi, sem var byggt
1830. - Það hús fór undir hraun í
eldgosinu á Heimaey árið 1973.
Þegar Einar Sigurðsson „hinn
ríki“ keypti verzlunarhúsin á Skansi
af Kf. Fram 31. des. 1940 (sjá Blik
1974), sendi hann Byggðarsafninu
skálina að gjöf.
Þessara 11 tréskála er getið í
eignaskrá hinnar dönsku konungs-
verzlunar árið 1600.
875. Vatnsdœla, vatnspóstur. Frá
því byggð hófst í Eyjum urðu Eyja-
búar að safna regnvatni til heimilis-
nota, ef þeir höfðu ekki aðstöðu til
að sækja neyzluvatn í Daltjörnina
eða Vilpu. A síðari hluta seinustu
aldar tóku framtakssamir dugnaðar-
menn að grafa vatnsbrunna við hús
sín og hlaða þá innan og slétta sem-
enti milli steinanna í veggjunum.
Þannig fengu þeir brunna sína vatns-
helda. Regnvatnið rann síðan af þök-
unum í brunna þessa. Hús þau, sem
ekki voru með torfþaki, voru lögð
eins konar spæni á þaki, svo sem
I.andakirkja og hús einokunarverzl-
unarinnar. Auðvelt var að safna
vatni af þeim húsum með rennum.
Konur sóttu vatn í tunnur, vatns-
þrær eða brunna með því að sökkva
fötum í þá. Þannig var það um lang-
an aldur. En svo kom tæknin til sög-
unnnar a. m. k. hjá kaupmannafólk-
inu. - Þessi vatnsdæla er hin fyrsta,
sem hingað fluttist. Það gerði danski
einokunarkaupmaðurinn á síðari
hluta síðustu aldar. - En galli var á!
Leggurinn var of stuttur og engin
tækni til í Eyjum eða tök á að lengja
hann með járnpípu. Þess vegna var
gripið til þess úrræðis að lengja
hann með tréstokk.
876. Vatnsdœla. Þessi dæla var á
brunni Lyfjabúðarinnar hjá Sigurði
lyfsala Sigurðssyni frá því að hann
stofnaði hér lyfjabúð árið 1913.
877. Vatnsgrind. Til þ ess að létta
sér vatnsburð í fötum notaði fólk al-
mennt þessar vatnsgrindur, sem svo
voru kallaðar. Þessa grind smíðaði
Þorsteinn smiður Olafsson í Fagra-
dal (nr. 16) við Bárustíg árið 1906.
Kristján Gunnarsson, fyrrum kunnur
bræðslumaður í kaupstaðnum, Odd-
eyri (nr. 14) á Flötum, gaf Byggðar-
safninu vatnsgrind þessa.
164
BLIK