Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 25
gerðarhúsanna. í hana var lifrinni
safnað eftir að aSgerS lauk, og henni
siSan ekiS aS bræðsluskúrnum.
LifrarverS þaS, sem KaupfélagiS
Drífandi greiddi félagsmönnum sín-
um áriS 1925, var kr. 0,40 fyrir hvern
lítra lifrar.
Viðsldptaveltan
Fyrstu sjö árin, sem KaupfélagiS
Drífandi var rekiS, hafSi það selt
Eyjabúum vörur út úr búð sinni fyr-
ir kr. 3.061.299,10. Á sama tíma
hafði félagið keypt af þeim sjávaraf-
urðir fyrir kr. 2.111.435,20. Þessi
afurðakaup skiptust þannig:
Fiskur, fyrsta, annars og þriðja
flokks, fyrir kr. 1.901.348,82 samtals.
Sundmagi, verkaður og þurr,
fyrsta og annars fl. kr. 13.971,86
samt. Lifur til bræðslu kr. 196.114,52.
Samtals kr. 2.111.435,20.
VerkaSur sundmagi var þá algeng
framleiðsluvara svo að segja á hverju
heimili útgerSarmanns. Sundmaginn
var himudreginn, þurrkaður vel og
síðan metinn, flokkaður.
Hreinn ágóði af rekstri kaupfé-
lagsins fyrstu sjö árin nam samt. kr.
210.664,12. Þeim fj ármunum var
skipt milli hinna ýmsu sjóða kaupfé-
lagsins, þegar félagsmenn höfðu
fengið sinn hlut af gróðanum. Eitt
arið a. m. k. nam greiðslan til þeirra
10% af keypt um vörum í búS.
Með hvaða tölu ættum við svo að
margfalda þessa ágóðaupphæS t. d.
núna, þegar ég er að ljúka grein
þessari, þ. e. í októberlokin 1975?
Stjórn K/f Drífanda frá upphafi
Þessir menn höfðu skipað stjórn
Kaupfélagsins Drífanda frá stofnun
þess:
Eiríkur Ögmundsson, Dvergasteini,
sem var form stjórnarinnar;
Guðlaugur Hansson, verkamaður,
Fögruvöllum;
Guðmundur Magnússon, smiður,
GoSalandi;
Guðmundur SigurSsson, verkstjóri,
Heiðardal;
Sigfús Scheving, útgerðarm og form.,
Heiðarhvammi.
Allir voru menn þessir reyndir
hinir mestu heiðursmenn og kunnir
samborgarar.
Þrír af þeim, Eiríkur, Guðlaugur
og Guðmundur Sigurðsson, höfðu
um árabil gengið í fararbroddi í
verkalýðsmálunum, verið forustu-
menn Verkamannafélagsins Drífanda
t. d. og verið málssvarar verkalýðs-
ins og sjómannastéttarinnar í kaup-
staönum um árabil.
Jafnframt voru þessir þrír menn
einna þekktastir Alþýðuflokksmenn
í bænum, kunnir málsvarar hans og
eindregnir fylgjendur.
Stofnun Kaupfélagsins Drífanda
og stjórnarstörf þeirra þar var veiga-
mikill þáttur í þessu hugsjónastarfi
þeirra að settu marki: Batnandi
efnahag og bættum lífskjörum hinna
lægst launuðu í bænum.
Kaupfélaginu skipf í tvær deildir
Árið 1927 nam viðskiptavelta Kf.
Drífanda um það bil kr. 600.000,00.
BLIK
23