Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 33
um H. B. í Vikunni, Eyjablaðinu,
sem „Jafnaðarmannafélag Vest-
mannaeyja“ var látið gefa út eða
látið heita svo.
Eitthvað örlagaríkt fannst okkur
vera í aðsigi. Skyldu átökin, sem
virtust óumflýjanleg, ríða Kaupfé-
laginu Drífanda að fullu? Þá færi
líka Verkamannafélagið Drífandi
sömu leiðina, þó að seinna yrði.
Við, sem fylgzt höfðum með þró-
un alþýðusamtakanna í landinu og
jafnvel verið þar þátttakendur um
árabil, fylltumst ugg og ótta. Var
verið að undirbúa stofnun nýs stjórn-
málaflokks á kostnað Alþýðuflokks-
ms? Væri svo, hverjar mundu þá af-
leiðingarnar verða fyrir verkalýðs-
samtökin í bænum og verzlunarsam-
tök alþýðunnar þar?
Og tíminn leið fram undir ára-
mótin 1929/1930. Stjórnmáladeilur
höfðu um haustið harðnað að mun á
fundum Verkamannafélagsins Dríf-
anda. Þær hlutu þann endi um sinn,
að „vinstri armurinn“ eða „Félagar
Stalíns“ sættu færis og ráku sex
verkalýðsforingja úr verkamannafé-
laginu. Þrír þeirra voru stofnendur
Kaupfélagsins Drífanda og þá stjórn-
armenn þess, skeleggir menn í hags-
munabaráttu verkalýðsins í Eyjum
og einlægir verkalýðssinnar, en ekki
of hrifnir af „Félaga Stalín“ og hans
nótum eða fylgifiskum.
Samtímis því að sexmenningarnir
voru reknir úr Verkamannafélaginu
Drífanda á fámennum félagsfundi,
sem boðaður var utan löglegrar
stjórnar verkamannafélagsins, þá
pÖntuðu „Félagar Stalíns” dóm á
þessa menn frá félögum sínum eða
skoðanabræðrum á Vestur- og Norð-
urlandi. Síðan var útbúin stór og
mikil tilkynning skrifuð skrautlegri
skrift og hún birt í einum af verzl-
unargluggum Kaupfélagsins Dríf-
anda. Þar var almenningi í bænum
tjáð, að sexmenningarnir hefðu ver-
ið reknir úr Verkamannafélaginu
Drífanda fyrir „svik“ við verkalýðs-
samtökin. Jafnframt var þar skráð
skeyti „félaganna“ af Vestur- og
Norðurlandi, þar sem felldur var
dómur um „svik“ þeirra og óhæfni í
samtökunum. Og þessi „auglýsing“
var sett í einn af verzlunargluggum
kaupfélagsins, þar sem stofnendur
þess og baráttumenn voru í stjórn og
höfðu einnig staðið í fylkingarbrjósti
í Verkamannafélaginu Drífanda um
áraskeið eða frá stofnun félagsins
1917. — Menn setti hljóða, þegar þeir
lásu þessi ósköp, líka þá, sem voru í
hjarta sínu andstæðir Alþýðuflokkn-
um og öllum samtökum verkalýðsins.
Hvers konar öfl voru tekin að þróast
í þessum bæ? Einn af hinum brott-
reknu „svikurum“ var Eiríkur Ög-
mundsson, formaður kaupfélags-
sjórnarinnar og stofnandi kaupfé-
lagsins og fyrrverandi stofnandi og
formaður verkamannafélagsins.
Þetta gerðist allt nokkrum dögum
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í
jan. 1930. Daginn fyrir kjördag boð-
aði stjórn kaupfélagsins til almenns
félagsfundar í samkomuhúsinu Borg
að Heimagötu 3. Kaupfélagsfundur
þessi var mjög fjölmennur.
BLIK
31