Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 216
Á bátnum voru sjö menn. Þegar líða
tók á daginn, tók að vinda af austri
og ýfa sjó. Þá fannst skipshöfninni á
sexæringnum ekki lengur til setu boð-
ið og tók til áranna. Hún barði gegn
stormi og kviku austur fyrir Yzta-
klett og sveigði síðan inn að hafnar-
mynninu, Leiðinni. Hún reyndist
vissulega ekki girnileg til umferðar,
þegar bátinn bar að henni. Innan við
eyraroddana sitt hvoru megin við
hafnarmynnið var sandrif, sem kall-
að var Hnykillinn. Utanvert við hann
var einnig klettur, sem leyndist undir
sjávarmálinu. Sögnin sagði, að hafís
hefði skilið hann þarna eftir ein-
hverntíma á seinni öldum. Þessar
hindranir á Leiðinni eða í hafnar-
mynninu bjuggu sjómönnum grand
eða gátu gert það í austan stormum
með brimi og boðaföllum.
Kristján Ingimundarson og skips-
höfn hans var komin heil í höfn og
hafði sett bát sinn til hlunns í Hrófin
vestan við Nausthamarinn. En það
var enginn asi á Kristjáni fremur en
fyrri daginn. Rólegur og íhugull.
Það var engu líkara en að honum
byði í grun. „Við skulum staldra við
piltar,“ sagði hann.
Og alda reis og alda hneig. Og í
ólögunum braut á Hnyklinum, svo að
ölduskúmið þeyttist vestur eftir kyrr-
látum sjávarfletinum innan við
Hnykilinn.
Og þarna sást bátur nálgast Leið-
ina. Um stund beið hann lags. Og
svo var tekið til áranna og róið eins
og aflið frekast leyfði. En það dugði
ekki til. Þegar báturinn nálgaðist
Hnykilinn, sandgrynningarnar, reið
alda yfir. Það skipti engum togum.
Bátnum hvolfdi og sjö menn svöml-
uðu þarna í sjónum, allir ósyndir.
Kristján og sjómenn hans hrundu
fram báti sínum í dauðans ofbiði.
Þeim tókst að bjarga fimm drukkn-
andi mönnum en tveir létu lífið, Lár-
us Jónsson, bóndi og hreppstjóri á
Búastöðum, og Bjarni Jónsson,
vinnumaður á Kirkjubæ.
Björgunarafrek þetta var lengi í
minnum haft í Vestmannaeyjum.
Lengst af er formannsstarf Krist-
jáns í Klöpp tengt útgerð hins opna
skips, Björgu yngri, sem þeir áttu í
félagi feðgarnir Kristján í Klöpp og
Ingimundur bóndi á Gjábakka. -
Hún var hin mesta happafleyta.
Eftir að vélbátaútvegurinn hófst í
Eyjum, eignaðist Kristján í Klöpp
hlut í tveim vélbátum, v/b Heklu
árið 1908 og v/b Islendingi árið
1912. Báðir voru þetta litlir vélbátar
eins og þeir voru algengastir. V/b
Hekla var 6,47 og v/b Islendingur
10,9 rúmlestir. - Um árabil hafði
Kristján í Klöpp atvinnu sína af því
eins og margir eldri sjómenn í Eyj-
um að gera að aflahlutnum af vélbáti
sínum og verka fiskinn að fullu. Vél-
bát hvern í Eyjum áttu þá venjulega
5-7 menn í sameign.
Árið 1904 var Kristján Ingimund-
arson ráðinn fiskimatsmaður í Eyj-
um. Því trúnaðarstarfi gegndi hann
af stökustu kostgæfni fram á síðustu
æviárin sín.
Um áratugi var þessi sami maður
hringjari í Landakirkju og annaðist
214
BLIK