Blik - 01.06.1976, Side 101
sannarlega. Þarna stóðu þessi orð í
stefnunni: . . og í þriðja lagi, að
þau eru töluð í þeim tóni, að vín-
nautn vœri mér til vansa og að ég
vœri ofdrykkjumaður“.
Eg leyfi mér að benda dómaranum
a þá staðreynd í lögfræðilegri fá-
vizku minni, að umboðsmaður brauð-
gerðarmeistarans, héraðsdómslög-
maðurinn, skrifaði undir stefnuna
fyrir sína eigin hönd en ekki brauð-
gerðarmeistarans. Þar með væri það
hann sjálfur, sem stefndi mér í máli
þessu, þ. e., að þau orð, sem stefn-
andi eða umboðsmaður hans hefði
fullyrt í fyrri stefnu, að ég hefði
sagt um sjálfan mig, fullyrti nú hér-
aðsdómslögmaðurinn að ég hefði
sagt um hann sjálfan en ekki brauð-
gerðarmeistarann í þeim tón, að
hann, hin lögspaki héraðsdómslög-
maður sjálfur, hefði vansa af
drykkjuskap sínum, og hann væri of-
drykkjumaður.
Eg krafðist þess, að þessari mál-
sóknarendaleysu héraðsdómslög-
mannsins yrði vísað frá dómi, þar
sem hún ætti enga stoð í veruleikan-
um, væri uppspuni frá rótum, — væri
algjörlega út í hött. Nú var úr vöndu
að ráða. Ekki þurfti annað en að
héraðsdómslögmaðurinn tæki upp
pennann sinn og skrifaði /. h. brauð-
gerðarmeistarans eða í umboði hans.
En nú var það ekki vogandi, því að
eg hafði þá þegar kært hann fyrir
skjalafölsun eða tilraun til slíks
verknaðar í bæjarþinginu. Héraðs-
dómslögmaðurinn vissi, að kæra mín
lá í dómsmálaráðuneytinu.
Dómarinn varð að fallast á það í
annað sinn, að vísa máli þessu frá
bæjarþinginu. - Þá var vissulega
hlegið í borg og bæ. Eg sagði frá
atburðunum í Framsóknarblaðinu í
Eyjum og lét óspart í ljós undrun
mína á ásókn þessari og reynslu
minni af réttarfarinu í kaupstaðnum.
Héraðsdómslögmaðurinn sakaði sím-
ann og ritvélina sína um gallana á
málskjölunum! Ég dró dár að öllu
saman. Þannig svalaði ég mér með
grein í Framsóknarblaðinu í bænum.
Þriðja lota
Þriðja steína.
Ósannindi staðfest með eiði
I þriðja sinn stefndi svo béraðs-
dómslögmaðurinn mér og þá fyrir
hönd brauðgerðarmeistarans. Ég
hafði átt að fullyrða, að brauðgerð-
armeistarinn væri ofdrykkjumaður,
sem væri undir áhrifum áfengis
hvern dag eða annan hvern dag árið
í kring.
Hér tjái ég þér orðréttan nokkurn
kafla greinargerðar minnar til varn-
ar málstað mínum í bæjarþingi kaup-
staðarins, eftir að stefnandi hafði
skrapað saman vitnum málstað sín-
um til fulltingis og ákæru sinni til
staðfestingar. Ég ætlaðist satt að
segja til þess, að dómarinn tæki tillit
til þessara athugasemda minna og
veigraði sér við að fella dóm mér til
áfellis. Þá höfðu vitni verið leidd í
réttinn og þau látin kalla guð sinn til
vitnis um sannsögli brauðgerðar-
meistaranum til framdráttar.
blik
99