Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 52
þeim báðum hugleiknast, svo næmar,
hugljúfar og ástríkar, sem þær voru
af guði gerðar. Þá var kona hans
fallin frá.
Frú Katrín Unadóttir giftist síðast
á árinu 1917 Páli Einarssyni sjó-
manni frá Nýjabæ undir Eyjafjöll-
um. Hann var mikill dugnaðarmað-
ur og þau unnust hugástum. En fljót-
lega bar skugga á. Hann olli sorg,
,sem entist það sem eftir var ævinnar.
A vetrarvertíð 1918 réri Páll Ein-
arsson á vélbátnum Adólf frá Vest-
mannaeyjum. Þessi bátur fórst með
allri áhöfn 3. marz 1918. Þannig
missti frú Katrín eiginmann sinn 2-
3 mánuðum eftir brúðkaupið. Hér
verður hver og einn að fara í eigin
barm, leita og finna orð.
Þegar þetta hörmulega slys átti sér
stað, gekk frú Katrín með barni
þeirra hjóna. Það fæddi hún sex
mánuðum eftir fráfall eiginmanns-
ins. Hún ól meybarn, sem skírt var
eftir föður sínum. Þetta var hún Pá-
lína Pálsdóttir, sem í fyllingu tímans
giftist Haraldi Guðjónssyni frá
Skaftafelli (nr. 62) við Vestmanna-
braut. Þau bjuggu í Keflavík, en
þessi einkadóttir frú Katrínar er lát-
in fyrir fám árum. Hún var nemandi
minn í Gagnfræðaskólanum í Vest-
mannaeyjum. Betri nemanda og ynd-
islegri stúlku á skólabekk er naumast
hægt að hugsa sér. Þetta var dóttir
frú Katrínar Unadóttur, og þær
mæðgur skildu aldrei þau 32 ár, sem
frú Katrín lifði, eftir að hún missti
mann sinn og fæddi stúlkuna sína.
Frú Katrín Unadóttir andaðist árið
1950.
Þórður H. Gíslason, sem um árabil
gegndi meðhjálparastarfi við Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum, þekkti
mætavel frú Katrínu Unadóttur, enda
kvæntur systurdóttur hennar. Hann
skrifaði þessi orð m. a. um frú Kat-
rínu í minningargrein um hana:
„Katrín sáluga var í orðsins fyllsta
skilningi góð kona og síglöð í lund.
Góðvildin skein út úr hverjum drætti
andlitsins, enda mátti hún ekkert
aumt sjá án þess að bæta úr því á
einhvern hátt ,ef hún mátti því við
koma. Hún var umtalsfróm og sí-
bætandi kona . . . Þó var hún alvöru-
manneskja. Þykir mér það líklegt, að
reynslan á æskuárunum hafi markað
djúp spor í skapgerð hennar . . . Hún
var trúuð kona, sem bezt sást í dag-
legri breytni hennar við meðbræður
sína . . . Það virðist hafa verið gefið
Katrínu í vöggugjöf að miðla öllum,
sem hún kynntist, af því bezta, sem
hún átti til . . .“
Við segjum öll, sem kynntumst frú
Katrínu Unadóttur og svo frú Pálínu
dóttur hennar: Blessuð sé minning
þeirra beggja.
50
BLIK