Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 134
Ludvig Aagaard, sem var sýslumað-
ur hér í Eyjum 1872-1891. Pétur
bóndi og bátasmiður Benediktsson í
Þórlaugargerði eignaðist úrið við
brottför sýslumanns frá Eyjum. Síð-
an erfði Jón bóndi og smiður Pét-
ursson í Þórlaugargerði það eftir
föður sinn og síðan Jón bóndi og
smiður Guðjónsson í Þórlaugargerði
eftir fósturforeldra sína. Hann gaf
það Byggðarsafninu.
583. Karlmannsúr. Á árunum
1878-1882 reisti Jóhann Jörgen
Johnsen í Vestmannaeyjum tvílyft
timburhús byggt úr finnskum kjarna-
viði. Meira en tvo tugi ára var hús
þetta sjúkraskýli Eyjamanna, og veit
ingahús og gististaður gesta í kaup-
túninu. Yfirsmið við bygginguna
sóttu hjónin, sem byggðu þetta lang-
stærsta hús í kauptúninu, norður í
Skagafjörð. Hann hét Árni Árnason.
Hann settist síðan að í Eyjum og
stundaði hér sjó, þegar hann var ekki
við smíðar. Hann drukknaði í fiski-
róðri árið 1887. Árni Árnason húsa-
smiður átti þetta úr. Sigfús M. John-
sen, sonur hjónanna Jóhanns J. John-
sen og frú Onnu Sigríðar Árnadótt-
ur, sem 'byggðu húsið, eignaðist úrið
og gaf það Byggðarsafninu.
584. Karlmannsúr. Þetta vasaúr
átti Einar Kári Jónsson frá Kára-
gerði í Landeyjum. Hann var bróð-
ir frú Guðríðar síðari konu Sigurð-
ar hreppstjóra Sigurfinnssonar og
þannig móðurbróðir Einars Sigurðs-
sonar, hraðfrystihúsaeiganda.
Einar Kári þótti með afbrigðum
góður ræðari, og tók hann þátt í
kappróðrum í Eyjum. Jafnframt var
hann kunn aflakló á handfærið
sitt.
585. Kvenúr. Þetta úr gaf Byggð-
arsafninu frú Steinunn Jónasdóttir,
síðast til heimilis hjá Óskari Jósúa-
syni, syni sínum og frú að Kirkju-
vegi 20 hér í kaupstaðnum. Hún var
ekkja Jósúa Teitssonar bólstrara. Uri
þessu skyldi ávallt fylgja þessi orð frá
gefanda: „Urið er tryggðarpantur
eiginmanns míns frá árinu 1910, en
það ár hétum við hvort öðru trú og
tryggð, unnum hjúskaparheit okkar
í Snjóksdal í Dalasýslu.“
586. Urfesti, sem notað var við
úrið nr. 580.
587. Úrfesti úr kvenhári. Úrfesti
þessa átti Jón kaupmaður Einarsson
á Gjábakka. Hún var gefin Byggð-
arsafninu við fráfall hans.
588. Úrkassi. Þennan úrkassa með
rómverskum tölum átti Brynjólfur
Einarsson, bátasmíðameistari, Boða-
slóð 4 hér í bæ.
589. Vasaúr. Þetta stóra vasaúr er
sérlegt að því leyti, að á því eru eng-
ar tölur. Það er ætlað blindu fólki.
Þetta úr átti Halldór Brynjólfsson
frá Norðurgarði, fóstursonur Jóns
bónda í Gvendarhúsi og frú Sesselju
Jónsdóttur konu hans. Halldór var
blindur frá 13 ára aldri. Þó stund-
aði hann sjó um tugi ára og vann
ýmis störf önnur til framfærslu sér
og sínum. (Sjá grein um þennan
merka mann í Bliki árið 19541.
Halldór Brynjólfsson þreifaði um
úrskífuna og fann á örðunum, hvað
tímanum leið.
132
BLIK