Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 65
forseta bæjarstjórnar. ÞaS var til-
laga mín. Þannig vildi ég bæta hon-
um upp allt það misrétti, allar þær
mannorðsskemmdir, sem hann hafði
orðið að þola af opinberum aðilum
a undanförnum árum. - Við réðum
Olaf Á. Kristjánsson bæjarstjóra.
f5að hafði hann verið umliðið kjör-
timabil. Hann var Sameiningar-
flokksmaður. Þeir áttu þá tvo full-
trua í bæjarstjórninni. Fimmti full-
trúinn var Alþýðuflokksmaður.
Unaðslegir tímar
Og nú fóru vissulega unaðslegir
timar í hönd. Framfaramálin fengu
byr undir báða vængi. Framkvæmd-
um við gagnfræðaskólabygginguna
var haldið áfram öturlegar en nokkru
sinni fyrr. Þá gat meiri hluti bæjar-
stjórnar fljótlega fallizt á það, að ég
fengi að útvega bát með hæfri skips-
höfn til þ ess að rannsaka sjávarbotn-
inn milli lands og Eyja til þess að
finna góðan legubotn fyrir rafstreng-
tnn. En hann væri ekki auðfundinn
sökum hins mikla hraunbotns milli
Heimaeyjar og sanda suðurstrandar-
mnar. Það framtak er vissulega
„saga til næsta bæjar“.
Ekki er því að neita, að ýmsir erf-
iðleikar steðjuðu að í bæjarmálum
Vestmannaeyjakaupstaðar árið 1950.
T. d. voru fjármál bæjarins í ömur-
legu ástandi. Aðkallandi var að
semja um miklar óreiðuskuldir við
banka og fleiri stofnanir, t. d. trygg-
ingarstofnanir. Mér var att á það
foræði. Og mér er sannarleg ánægja
að geta þess, að þetta starf allt gekk
furðu vel. Forustu- og valdamenn
þessara stofnana vildu af fremsta
megni mæta okkur miðra garða og
veita bænum viðráðanleg og viðun-
anleg greiðslukjör á óreiðuskuldun-
um. Þeirrar góðvildar og þess dreng-
skapar minnist ég með ánægju. -
Aðeins þær óreiðusk. námu krónum
1.750.000,00.
Þegar ég kom heim frá samnings-
gjörðum þessum, biðu mín réttar-
höld og málastapp, og þá fyrst vegna
skattsvikamálsins og „Faktúrunnar í
tunnunni“.
Já, þetta voru vissulega unaðsleg-
ir tímar. Þeir voru svo stórfenglegir,
að þeir líða mér aldrei úr minni.
Sérstaklega hafði ég mikla ánægju
af hinni sálarlegu innsýn, sem mér
veittist, þegar ég tók svo að segja
að þreifa á meðferð löglærðra opin-
berra embættismanna á rétti leik-
mannsins og hagræðingu sannleik-
ans, þegar valdamenn eða stéttar-
bræður þeirra eiga hlut að máli og
hafa hendur sínar að verja, mannorð
og virðingu. Mér gáfust nú tök á að
sálgreina þessa háskólaborgara og
klíkubræður, og sálarfræðin hefur
alltaf heillað mig, þó að mér gæfist
ekki kostur á að Iesa hana til hlítar á
námsárum mínum.
Málsóknirnar hefjast
Daginn eftir bæjarmálafundinn
sendu fimm Flokksmenn fjármála-
ráðherra þjóðarinnar, bréfritaranum
(eins og ályktað var), símskeyti og
tjáðu honum, að ég hefði fullyrt á
fundinum, að hann vœri talinn vera
blik
63