Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 36
og hefði liann svarað því, að stjórn
félagsins hefði samþykkt að blanda
ekki kaupfélaginu í deilu þessa. Gat
hann þess að síðustu, að lífsskoðun
sinni breytti enginn, hún yrði ekki
seld fyrir brauð, og mætti þess vegna
víkja sér úr stöðunni.
I umræðum þessum, sem spunnust
út af brottrekstrinum og „auglýsing-
unni“ í búðarglugga kaupfélagsins,
tók Guðlaugur Brynjólfsson frá
Odda við Vestmannabraut til máls.
Hann var einn af einlægustu kaupfé-
lagsmönnum bæjarins og félags-
hyggjumaður mikill. Hann taldi mjög
í óefni komið um tilveru kaupfélags-
ins, þar sem það væri auðsjáanlega
orðin pólitísk stofnun, sem léti nota
glugga sína til þess að mannorðs-
skemma forgöngumenn félagsins og
brautryðjendur. Þá lýsti ræðumaður
megnri óánægju yfir því, að Jóni
Rafnssyni hefði verið veitt atvinna
við kaupfélagið. Taldi ræðumaður
þann mann skemmdarmanninn mikla,
sem m. a. hefði að undanförnu spillt
mest fyrir útgerð Eyjaskeggja með
því að fæla fólk frá að koma til
Eyja til vertíðarstarfa.
Björn Jakobsson fullyrti, að Jón
Rafnsson gerði það eitt í þessum
málum, sem Sjómannafélag Vest-
mannaeyja fæli honum, og væri það
þess vegna Sjómannafélagið, sem
spillti fyrir útgerðinni, ef svo væri.
Og hver stjórnaði svo samþykktum
þess, var þá spurt á fundinum. Um
það var þráttað.
Guðlaugur Hansson, einn af ske-
leggustu forgöngumönnum verka-
34
lýðssamtakanna í Eyjum og bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokksins, endurtók
það í ræðu sinni til svars við fullyrð-
ingu, að stjórn kaupfélagsins hefði
aldrei komið til hugar að víkja for-
stjóranum úr stöðu sinni. Einnig tók
hann það fram, að Sósíaldemókratar
og Kommúnistar gætu hvergi unnið
saman. Það væri reynsla út um allan
heim.
Guðlaugur Hansson ræddi síðan
um brottreksturinn á þeim sexmenn-
ingunum úr verkamannafélaginu,
sem væri fáheyrt ofbeldisverk, laga-
leysa og heimskupör. Þá vakti ræðu-
maður athygli á því, að fylgismenn
kaupfélagsstjórans hefðu sífellt hald-
ið sig svo að segja dag og nótt í
nágrenni við verzlunarhús kaupfé-
lagsins fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar hinar nýafstöðnu.
Guðlaugur Hansson kvaðst alltaf
hafa verið Jafnaðarmaður. Og hann
kvaðst fús til að sættast við kaupfé-
lagsstjórann og nánustu pólitíska fé-
laga hans, ef tök yrðu á að jafna
þessa deilu og þeir sexmenningarnir
yrðu teknir aftur inn í verkamanna-
félagið.
Kaupfélagsstjórinn svaraði ræðu
stjórnarmannsins Guðlaugs Hansson-
ar. Hann kvaðst að lokum á engan
hátt beygja sínar stjórnmálaskoðanir
undir vilja kaupfélagsstjórnarinnar.
Því næst bar bæjarpólitíkin á góma
og tóku ýmsir til máls. Urðu þar
harðar umræður um Kommúnisma
og Sósíalisma.
Undir lokin endurtók Guðlaugur
Brynjólfsson ávítur sínar í garð
BLIK