Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 29
ar mörg orð til lofs og dýrðar full-
trúum Alþýðuflokksins víðsvegar um
land. Þarna gaf að lesa:
„Frægast er dæmið frá Isafirði.
Þar hafa nú jafnaðarmenn stjórnað
bænum um nokkurra ára skeið. Með-
an íhaldsmenn fóru þar með völd,
var kyrrstæða á öllum bæjarmálum.
Nú hefur hver framkvæmdin rekið
aðra og þær ekki smávægilegar. Tvö
stærstu verzlunarsetur bæjarins hafa
verið keypt með húsum og mann-
virkjum öllum, og stór og vönduð
hafskipabryggja byggð, sjúkrahús
reist, sem vera mun það vandaðasta,
sem enn hefur reist verið hér á landi.
Kúabúi fyrir bæinn hefur verið kom-
ið á fót og svo gamalmennahæli o. s.
frv.“
Glöggur lesari minn tekur eftir því,
að hér eru ekki maðkarnir í mysunni,
þar sem Alþýðuflokksmenn stjórna.
Og enn segir í sömu grein: „Þá er
ekki því að gleyma, að fyrir for-
göngu ísfirzkra jafnaðarmanna var
komið á fót útgerðarfélaginu Isfirð-
ingi, sem rekið er með samvinnu-
sniði .. .“
Og svo:
„Það mun víðar en á ísafirði
verða breyting til góðs, ef jafnaðar-
menn ná meiri hlua í bæjarstjórn.
Hér er svo ástatt, að jafnaðarmenn
bafa aðeins þrjá fulltrúa í bæjar-
stjórn. Slíkt er vægast sagt hneysa
fyrir verkalýð þessa bæjar.
Nú er tækifæri til þess að auka
liðstyrk verkalýðsins með því að
fylkja sér þétt um lista jafnaðar-
manna.
Alþýðumenn og konur! Stigið á
stokk og strengið þess heit að koma
tveim jafnaðarmönnum að við bæj-
arstj órnarkosninguna.“
Þannig birti Vikan hverja traust-
yfirlýsinguna eftir aðra á Alþýðu-
flokksmennina fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar 12. jan. 1929, þar sem
kjósa skyldi þrjá menn í bæjarstjórn
kaupstaðarins.
Einn „Alþýðuflokksmaður“ náði
kosningu í bæjarstjórnina að þessu
sinni: Isleifur Högnason, kaupfélags-
stjóri. Andstæðingarnir hlutu tvo
bæj arstj órnarfulltrúa.
En nú brátt tóku maðkar að bæra
á sér í hinni pólitísku mysu í kaup-
staðnum og sýna sig. Þeir maðkar
réðu mestu um örlög Kaupfélagsins
Drífanda. Þess vegna er þeirra getið
hér í grein þessari.
Þegar leið fram í miðjan marz-
mánuð 1929 eða um það bil 6 vikum
eftir umræddar bæjarstjórnarkosn-
ingar, tóku að birtast langar greinar
í Eyjablaðinu Vikunni um Rússland,
forustumenn þess og ágæti kommún-
ismans í því mikla heimsveldi. Ekki
varð annað skilið af ræðum og blaða-
greinum en að mannkynið hefði nú
loks eignast annan frelsara. Endur-
fœðingin hafði nú loks átt sér stað. I
daglegu tali þeirra var hann aldrei
nefndur annað en „Félagi Stalín“ og
svo í fundaræðum þeirra. Einfaldar
og trúhneigðar sálir tóku þessum
hoðskap öllum með hátíðlegu yfir-
bragði og af innileik. Þær nánast
krossuðu sig.
BLIK
27