Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 82
Eyjablaðinu hér í Eyjum. Slík bí-
ræfni mun fátíð í málflutningi og
hlýtur að vera sprottin af rökþrotum
og úrræðaleysi í málsókn.
Ég hirði ekki um að telja upp allt
það, sem ég hef sannað í þessari
greinargerð, en ég undirstrika það,
að ég hef sannaS margfaldlega, að
stefnandi hefur verið sakaður um
gjaldeyrisþjófnað og faktúrusvik eða
faktúrufalsanir, eins og það hefur
verið orðaÖ og ég fullyrti á marg-
nefndum framboösfundi.
Ég endurtek þá kröfu mína, að
dómarinn rannsaki af alúð og með
gaumgæfni, hver skrifaði umrætt
bréf, sem deila þessi raunverulega
reis út af,- hvort það muni satt vera,
að umboðsmaður stefnanda, skatt-
stjórinn sjálfur, hafi lánað það bréf-
lesaranum, Guðlaugi Gíslasyni, til
mannskemmdar mér á framboðs-
fundinum og ærumeiðingar, eða
stefnandi sjálfur skrifað Guölaugi
bréfið í sama tilgangi.
I öðru lagi krefst ég þess að dóm-
arinn rannsaki, hvort þetta bréf sé
e. t. v. svar við bréfi, sem skattstjór-
inn skrifaði stefnanda eða fjármála-
ráöuneytinu á sínum tíma og óskaði
þar eftir því að þurfa ekki að eiga
mig yfir höfði sér í yfirskattanefnd
Yestmannaeyja, hvort skattstjórinn
rægir mig í því bréfi og ærumeiði og
í hvaða sambandi.
Alls þessa krefst ég.
Ég mótmæli harðlega öllum mál-
flutningi og öllum málsrökum stefn-
anda og umboösmanns hans grein
fyrir grein, lið fyrir lið og orði til
orðs að því leyti sem það fer í bága
við málstað minn, málsrök mín og
málflutning.
Eg krefst þess, að dómarinn sýkni
mig af öllum sakargiftum þeirra,
sektarkröfum og málskostnaði. Þá
krefst ég þess, að dómarinn dæmi
mér hæfilega þóknun fyrir umstang
það og amstur, sem þessi tilefnis-
lausa bekkingartilraun eða árás hef-
ur valdið mér.
Ég legg svo málið í dóm með fyr-
irvara.
Þorsteinn Þ. Víglundsson.“
Að sjálfsögðu mótmælti héraðs-
dómslögmaðurinn, skattstjórinn,
málflutningi mínum, greinargerð
þeirri, sem hér er birt. Hann fann
henni það helzt til foráttu, að ekkert
lögfræðilegt bragð væri að henni,
heldur væri hún skrifuð eins og
blaðagrein! Það þótti mér fyndin
og brosleg málsvörn. — Auðvitað gat
hann ekkert sagt, þar sem greinar-
gerðin var tekin svo að segja orð-
rétt upp úr Lögregluþingbók og
Dómabók Reykjavíkur, var afrit af
bókun þar, sem sjálfur sakadómari
ríkisins hafði sent mér. — Nú varð
héraðsdómslögmaðurinn og ráðherr-
ann að treysta á dómarann. Að öðr-
um kosti var málið tapað.
A þessum árum voru skattsjórarn-
ir að hundelta alla þá, sem unnu
sjálfir að því baki brotnu að byggja
sér og sínum íbúðarhús af litlum efn-
um en atorku og dugnaði. Þeir
skyldu vissulega fá að greiða ríflega
80
BLIK