Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 165
f'ísla verzlunarstjóra Engilbertsson-
ar á Tanganum í Eyjum, föður Eng-
ilberts Gíslasonar málarameistara og
listmálara.
860. Smjöraskja. Þessa litlu smjör-
öskju átti Frydendalsheimilið. Hún
var notuð um árabil á hverju sumri,
þegar legið var í Úteyjum við fugla-
veiðar, en Jóhann J. Johnsen átti í-
tök ; Úteyjum, þar sem hann hafði
byggingu á einni Kirkjubæjajörð-
inni. Sigfús M. Johnsen gaf Byggð-
arsafninu öskjuna.
861. Smjöraskja.
862. Smjöraskja.
863. Steikarfat úr búi hjónanna í
Hlíð (nr. 4) við Skólaveg, frú Þór-
unnar Snorradóttur og Jóns útgerð-
armanns Jónssonar. Fatið kvað hafa
verið brúðargjöf til þeirra.
864. Steikarpanna úr búi hjón-
anna í Hlíð, frú Þórunnar Snorra-
dóttur og Jóns útgerðarmanns Jóns-
sonar, sem jafnan höfðu fjölmennt
starfslið í heimili sínu á vetrarver-
tíðum.
865. Sykurkar. Sykurkar þetta,
sem er meira en 100 ára gamalt,
eignaðist Byggðarsafnið úr dánar-
búi hjónanna á Kirkjubóli á Kirkju-
bæjum, frú Ólafar Lárusdóttur og
biuðjóns Björnssonar. Það er „gam-
ull veizluleir“. (Sjá nr. 731). Frú
Lára Guðjónsdóttir, Kirkjulandi, gaf
Lyggðarsafninu hlutinn.
866. Sykurkar og rjómakanna. -
Þetta var upprunalega brúðargjöf.
867. Sykurskál, eins og hún var
kölluð. Hún var keypt í verzlun Gísla
J- Johnsen árið 1905.
868. Sykurtöng. Fram á þessa öld
var hvítasykur — „toppasykur“ -
„melis“ — fluttur til landsins og seld-
ur í steyptum toppum. Þá þurfti að
mylja niður sykurtoppana og síðan
klippa sykurinn í hæfilega stóra bita.
Til þess voru sykurtangirnar notað-
ar. — Þessi sykurtöng er smíðuð úr
eirblendni. Hana smíðaði völundur-
inn á Kirkjubæjum, Magnús bóndi
Eyjólfsson.
Töngina áttu hjónin á Kirkjubæj-
um, frú Halla Guðmundsdóttir og
Guðjón bóndi Eyjólfsson. Frú Halla
Guðmundsdóttir, dótturdóttir hj ón-
anna, erfði töngina og gaf hana safn-
inu.
869. Sykurtöng, erlend. Sykur-
töng þessa áttu hjónin á Búastöðum
frú Guðrún Magnúsdóttir og Gísli
bóndi Eyjólfsson.
870. Tesía. Hún er erlend að upp-
runa. Tesíu þessa áttu verzlunar-
stjórahjónin við Garðsverzlun í Eyj-
um, frú Sigríður Guðmundsdóttir og
Anton verzlunarstjóri Bjarnasen.
871. Tindiskur. Hann kom upp úr
botni Vestmannaeyjahafnar við
dýpkun hennar fyrir nokkrum árum.
Líklegt er, að diskur þessi hafi fallið
í höfnina, e. t. v. á 18. eða 19. öld af
dönsku verzlunarskipi, sem þá lágu
jafnan innan við hafnarmynnið,
Leiðina, meðan þau voru afgreidd.
Skipshöfnin á dýpkunarskipinu Vest-
mannaey gaf Byggðarsafninu disk-
inn.
872. Tréskeið. Þessi litla tréskeið
var lengi notuð á Vestri-Oddstöðum,
heimili hjónanna frú Guðrúnar
blik
163